Tvöfalt fleiri farmiðar og strætókort voru seld á netinu í janúar en á sama tíma í fyrra.
Þá hefur heimsóknum á vef Strætó fjölgað um 45 prósent eftir að nýtt rauntímakort var þar tekið í notkun. Á rauntímakortinu er staðsetning vagna uppfærð á tíu sekúndna fresti fyrir tilstilli GPS-búnaðar í vögnunum.
Unnið er að nýrri útgáfu af leiðarvísi og viðbótum fyrir flestar gerðir snjallsíma. Þannig munu viðskiptavinir Strætó geta fylgst með ferðum vagna og séð nákvæmlega hvenær vagn er væntanlegur.
- þeb
Tvöfalt fleiri kaupa á netinu

Mest lesið

Þrír í vikulangt gæsluvarðhald
Innlent





Best að sleppa áfenginu alveg
Innlent

Lögregla lýsir eftir manni
Innlent


