Konur og börn flutt frá Homs 25. febrúar 2012 01:00 Borgarastyrjöld Sýrlenskir uppreisnarmenn í borginni Homs í átökum við herinn. nordicphotos/AFP Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira