Nýi Landspítalinn: "Heldur þann versta…“ 25. febrúar 2012 06:00 Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð. Eftirfarandi tafla sem fengin er frá Umferðar- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sýnir sniðtalningar sl. 10 ára þ.e. umferðarmagn (metin sólarhringsumferð, allir straumar í gatnamótum) á stærstu umferðarljósagatnamótum borgarinnar: Af töflunni má ráða að umferðarþungi á götum Reykjavíkur er þyngstur einmitt næst þeim stað sem valinn hefur verið fyrir hinn Nýja Landspítala við Hringbraut. Þessar tölur koma samt ekki á óvart þar sem öllum sem leið eiga um Miklubraut/Hringbraut og Bústaðaveg er kunnugt um hvernig umferðin mjakast áfram um þessar götur á flestum tímum dagsins. Aðkoman að Nýjum Landspítala við Hringbraut (sem vonandi mun aldrei verða byggður þar) er þannig skelfileg jafnt fyrir sjúklinga, heimsóknargesti, starfsfólk og síðast en ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Ástandið á eftir að versna, bílafjöldi eykst og umferð mun aukast t.d. með tilkomu Háskólans í Reykjavík, nýrra stúdentagarða, Hörpunnar og fjölgun ferðamanna. Fyrirhugað er að reisa 250 rúma hótel við hlið Hörpunnar, sótt hefur verið um leyfi til byggingar 300 rúma hótels við rætur Öskjuhlíðar, við Keiluhöllina. Þrengslin á götunum umhverfis Vatnsmýrina munu aukast ár frá ári. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að meiri háttar gatnagerð sé ekki á framkvæmdaáætlun næstu 10-15 árin. Var þeim sem tóku ákvörðun um staðarval hins Nýja Landspítala við Hringbraut kunnugt um umferðarþungann sem ofangreind tafla sýnir? Það verður að draga í efa. Var leitað álits sjúkraflutningamanna? Það eru jú þeir sem betur en aðrir þekkja þessa mestu farartálma Reykjavíkur og hve sjúkraflutningar um ofangreindar umferðaræðar geta verið tímafrekir og erfiðir á öllum tímum sólarhrings. Flutningstími bráðveikra eða slasaðra sjúklinga frá heimili eða slysstað að bráðamóttöku sjúkrahúss getur oft skipt höfuðmáli varðandi það hvernig sjúklingnum reiðir af. Flestum er kunnugt um að hver mínúta sem líður áður en sjúklingur með bráðan kransæðasjúkdóm kemst á sjúkrahús getur verið afdrifarík. Mestu máli skiptir að flutningstíminn sé sem allra stystur. Verði Landspítalinn byggður við Hringbraut er hverjum manni ljóst að sjúkraflutningar munu verða tímafrekari innan þessa þrengsta og umferðarþyngsta hluta höfuðborgarinnar, heldur en þar sem umferðaræðar eru greiðari og aðgengi betra eins og t.d. að Vífilsstöðum eða Keldnaholti eða þess vegna í Fossvoginum. Í þessu samhengi er höfð í huga áætluð framtíðarsýn á íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu sem og umferðarþungi eftir stofnbrautum. Tökum dæmi: Bráðveikan sjúkling eða illa slasaðan þarf að flytja frá vettvangi í Grafarvogi, Breiðholti, Mosfellsbæ, Akranesi eða Selfossi. Það tekur tímann X að flytja sjúklinginn að Vífilsstöðum, en að minnsta kosti 10 mínútum lengur, eða tímann X+10 mínútur að Hringbrautinni, vegna meiri vegalengdar og hins mikla umferðarþunga á leiðinni eftir Miklubraut/Hringbraut. Þessi viðbótartími, 10 mínútur, getur skipt sköpum varðandi lífslíkur eða batahorfur sjúklingsins í sjúkrabílnum. Hver vill taka ábyrgð á mannslífi eða heilsutjóni sem af slíkri töf á sjúkraflutningi getur leitt? Stjórnendur Landspítalans? Velferðarráðherra? Alþingi? Greinarhöfundar hafa fyrr fært ítarlegar og vel rökstuddar ástæður fyrir því hvers vegna nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Það er versta staðsetningin af öllum þeim sem nefndar hafa verið. En svo virðist sem þeir sem tóku ákvörðun um staðarvalið hafi verið með svipað hugarfar og Snæfríður Íslandssól þegar velja skyldi henni mannsefni: „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hún þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð. Eftirfarandi tafla sem fengin er frá Umferðar- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sýnir sniðtalningar sl. 10 ára þ.e. umferðarmagn (metin sólarhringsumferð, allir straumar í gatnamótum) á stærstu umferðarljósagatnamótum borgarinnar: Af töflunni má ráða að umferðarþungi á götum Reykjavíkur er þyngstur einmitt næst þeim stað sem valinn hefur verið fyrir hinn Nýja Landspítala við Hringbraut. Þessar tölur koma samt ekki á óvart þar sem öllum sem leið eiga um Miklubraut/Hringbraut og Bústaðaveg er kunnugt um hvernig umferðin mjakast áfram um þessar götur á flestum tímum dagsins. Aðkoman að Nýjum Landspítala við Hringbraut (sem vonandi mun aldrei verða byggður þar) er þannig skelfileg jafnt fyrir sjúklinga, heimsóknargesti, starfsfólk og síðast en ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Ástandið á eftir að versna, bílafjöldi eykst og umferð mun aukast t.d. með tilkomu Háskólans í Reykjavík, nýrra stúdentagarða, Hörpunnar og fjölgun ferðamanna. Fyrirhugað er að reisa 250 rúma hótel við hlið Hörpunnar, sótt hefur verið um leyfi til byggingar 300 rúma hótels við rætur Öskjuhlíðar, við Keiluhöllina. Þrengslin á götunum umhverfis Vatnsmýrina munu aukast ár frá ári. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að meiri háttar gatnagerð sé ekki á framkvæmdaáætlun næstu 10-15 árin. Var þeim sem tóku ákvörðun um staðarval hins Nýja Landspítala við Hringbraut kunnugt um umferðarþungann sem ofangreind tafla sýnir? Það verður að draga í efa. Var leitað álits sjúkraflutningamanna? Það eru jú þeir sem betur en aðrir þekkja þessa mestu farartálma Reykjavíkur og hve sjúkraflutningar um ofangreindar umferðaræðar geta verið tímafrekir og erfiðir á öllum tímum sólarhrings. Flutningstími bráðveikra eða slasaðra sjúklinga frá heimili eða slysstað að bráðamóttöku sjúkrahúss getur oft skipt höfuðmáli varðandi það hvernig sjúklingnum reiðir af. Flestum er kunnugt um að hver mínúta sem líður áður en sjúklingur með bráðan kransæðasjúkdóm kemst á sjúkrahús getur verið afdrifarík. Mestu máli skiptir að flutningstíminn sé sem allra stystur. Verði Landspítalinn byggður við Hringbraut er hverjum manni ljóst að sjúkraflutningar munu verða tímafrekari innan þessa þrengsta og umferðarþyngsta hluta höfuðborgarinnar, heldur en þar sem umferðaræðar eru greiðari og aðgengi betra eins og t.d. að Vífilsstöðum eða Keldnaholti eða þess vegna í Fossvoginum. Í þessu samhengi er höfð í huga áætluð framtíðarsýn á íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu sem og umferðarþungi eftir stofnbrautum. Tökum dæmi: Bráðveikan sjúkling eða illa slasaðan þarf að flytja frá vettvangi í Grafarvogi, Breiðholti, Mosfellsbæ, Akranesi eða Selfossi. Það tekur tímann X að flytja sjúklinginn að Vífilsstöðum, en að minnsta kosti 10 mínútum lengur, eða tímann X+10 mínútur að Hringbrautinni, vegna meiri vegalengdar og hins mikla umferðarþunga á leiðinni eftir Miklubraut/Hringbraut. Þessi viðbótartími, 10 mínútur, getur skipt sköpum varðandi lífslíkur eða batahorfur sjúklingsins í sjúkrabílnum. Hver vill taka ábyrgð á mannslífi eða heilsutjóni sem af slíkri töf á sjúkraflutningi getur leitt? Stjórnendur Landspítalans? Velferðarráðherra? Alþingi? Greinarhöfundar hafa fyrr fært ítarlegar og vel rökstuddar ástæður fyrir því hvers vegna nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Það er versta staðsetningin af öllum þeim sem nefndar hafa verið. En svo virðist sem þeir sem tóku ákvörðun um staðarvalið hafi verið með svipað hugarfar og Snæfríður Íslandssól þegar velja skyldi henni mannsefni: „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hún þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun