Í tilefni dags tónlistarskólanna 25. febrúar 2012 06:00 Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun