Stórhækkun orkuverðs er nú boðuð Einar K. Guðfinnsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra, við fyrirspurn minni á Alþingi sl. mánudag. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi: Hver verður þróun raforkuverðs á næstu árum, á almennum markaði, miðað við áform Landsvirkjunar um aukna arðsemi og að orkuverð fyrirtækisins fylgi þróun orkuverðs í Evrópu? Svar ráðherrans var skýrt og rímar við það sem fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr á þessu þingi. En orðrétt sagði ráðherrann í svari sínu til mín: „Hlutdeild orkukostnaðar í rafmagnsreikningi heimilanna er rétt undir 50%. Hin 50% eru vegna kostnaðar við dreifingu og flutning auk 12 aura orkuskatts. Því mun almenn 100% hækkun orkuhlutans valda tæplega 50% hækkun innkaupsverðs almenna markaðarins". Horfið frá núgildandi stefnuHér er verið að hverfa frá stefnu sem gilt hefur áratugum saman. Hún hefur falist í því að láta almenna notendur og atvinnulífið njóta þess að við eigum hér mikla endurnýjanlega orku sem hægt er að selja við lægra verði en þekkist víðast í Evrópu. Þessi stefnumörkun hefur verið mjög til hagsbóta fyrir almennt atvinnulíf og almenning. Þannig höfum við fært arðinn af orkuframkvæmdum okkar til fólksins í landinu. Nú er ætlunin að gera breytingu á. Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefa að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi. Ákall um lægra verð til almennings og atvinnurekstursÞað er því af sú tíð, þegar við Íslendingar kepptumst við að leggja af olíu sem orkugjafa til heimila, til þess meðal annars að lækka útgjöld þeirra. Nú mun orkuverðið fylgja þeirri verðþróun sem í Evrópu verður. Á sama tíma og stjórnvöld boða þessa miklu hækkun raforkuverðsins, heyrum við ákall stórra raforkukaupenda eins og garðyrkjunnar um lægra orkuverð. Og stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögum um lækkun húshitunarkostnaðar, sem er mjög brýnt mál. Hætt er við að sú lækkun hverfi fljótt þegar verðstefna stjórnvalda fer að bera ávöxt. Eða trúir einhver því að pólitískar ráðstafanir dugi til þess til langframa að halda niðri orkuverði, t.d. til húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum, eftir að búið er að hækka verð orkuhlutans um 100%; tvöfalda það sem sagt? Þessi spurning svarar sér sjálf. Er hækkun orkuverðsins tilfærsla á milli vasa?Því er haldið fram að þessi nýja stefna sé góð fyrir almennt atvinnulíf í landinu og heimilin vegna þess að arðurinn af hærra raforkuverði renni inn í sameiginlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Þetta sé eins konar tilfærsla á milli vasa! En er það svo? Er ekki skynsamlegra að gæta hófs í verðlagningunni og gefa atvinnulífinu og heimilunum betra svigrúm? Er það ekki líklegra til þess að bæta hér lífskjör og styrkja samfélagslegar forsendur okkar? Það er brýnt að ræða þessi mál, með efnislegum hætti. Svona stórpólitískar ákvarðanir, sem hafa munu miklar afleiðingar í för með sér, á ekki að taka án þess að mönnum sé ljóst til hvers þær muni leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra, við fyrirspurn minni á Alþingi sl. mánudag. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi: Hver verður þróun raforkuverðs á næstu árum, á almennum markaði, miðað við áform Landsvirkjunar um aukna arðsemi og að orkuverð fyrirtækisins fylgi þróun orkuverðs í Evrópu? Svar ráðherrans var skýrt og rímar við það sem fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr á þessu þingi. En orðrétt sagði ráðherrann í svari sínu til mín: „Hlutdeild orkukostnaðar í rafmagnsreikningi heimilanna er rétt undir 50%. Hin 50% eru vegna kostnaðar við dreifingu og flutning auk 12 aura orkuskatts. Því mun almenn 100% hækkun orkuhlutans valda tæplega 50% hækkun innkaupsverðs almenna markaðarins". Horfið frá núgildandi stefnuHér er verið að hverfa frá stefnu sem gilt hefur áratugum saman. Hún hefur falist í því að láta almenna notendur og atvinnulífið njóta þess að við eigum hér mikla endurnýjanlega orku sem hægt er að selja við lægra verði en þekkist víðast í Evrópu. Þessi stefnumörkun hefur verið mjög til hagsbóta fyrir almennt atvinnulíf og almenning. Þannig höfum við fært arðinn af orkuframkvæmdum okkar til fólksins í landinu. Nú er ætlunin að gera breytingu á. Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefa að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi. Ákall um lægra verð til almennings og atvinnurekstursÞað er því af sú tíð, þegar við Íslendingar kepptumst við að leggja af olíu sem orkugjafa til heimila, til þess meðal annars að lækka útgjöld þeirra. Nú mun orkuverðið fylgja þeirri verðþróun sem í Evrópu verður. Á sama tíma og stjórnvöld boða þessa miklu hækkun raforkuverðsins, heyrum við ákall stórra raforkukaupenda eins og garðyrkjunnar um lægra orkuverð. Og stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögum um lækkun húshitunarkostnaðar, sem er mjög brýnt mál. Hætt er við að sú lækkun hverfi fljótt þegar verðstefna stjórnvalda fer að bera ávöxt. Eða trúir einhver því að pólitískar ráðstafanir dugi til þess til langframa að halda niðri orkuverði, t.d. til húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum, eftir að búið er að hækka verð orkuhlutans um 100%; tvöfalda það sem sagt? Þessi spurning svarar sér sjálf. Er hækkun orkuverðsins tilfærsla á milli vasa?Því er haldið fram að þessi nýja stefna sé góð fyrir almennt atvinnulíf í landinu og heimilin vegna þess að arðurinn af hærra raforkuverði renni inn í sameiginlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Þetta sé eins konar tilfærsla á milli vasa! En er það svo? Er ekki skynsamlegra að gæta hófs í verðlagningunni og gefa atvinnulífinu og heimilunum betra svigrúm? Er það ekki líklegra til þess að bæta hér lífskjör og styrkja samfélagslegar forsendur okkar? Það er brýnt að ræða þessi mál, með efnislegum hætti. Svona stórpólitískar ákvarðanir, sem hafa munu miklar afleiðingar í för með sér, á ekki að taka án þess að mönnum sé ljóst til hvers þær muni leiða.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun