Þýski plötusnúðurinn Micha Moor er væntanlegur aftur til landsins og spilar á 800 Bar á Selfossi föstudaginn 9. mars.
Moor hefur komið til landsins nokkrum sinnum áður og ávallt slegið í gegn. Hann sló fyrst í gegn með lagi sínu Space en síðan þá hefur hann gefið út vinsæl lög eins og Love Is Chemical, Learn to Fly, sem var vinsælasta lagið á Íslandi sumarið 2010, og Keep on Rising, sem var eitt heitasta lagið á Íslandi síðasta sumar.
Micha Moor á án efa eftir að slá í gegn á Selfossi um helgina, en miðasala er í fullum gangi á midi.is.
Micha Moor á Selfossi
