Að vera samferða sjálfum sér Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2012 08:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil. Þessi vinkona mín æfir og keppir einnig í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár hafa verið henni erfið á brautinni og ekki gengið sem skildi. En loksins núna í vetur fóru hlutirnir aftur að gerast hjá henni og hún er farin að hlaupa á mun betri tímum en síðastliðin ár. Sama dag og ég setti Íslandsmetið hafði hún einmitt hlaupið á flottum tíma. Við vorum því báðar sáttar með daginn. Ég talaði mest um hvað mér hefði þótt gaman í dag en hún talaði mest um hvað hún ætti mikið inni sem kæmi fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég sammála henni í því en fannst ég þó verða að stoppa hana þegar hún sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá okkur næsta sumar." Af hverju þurfum við alltaf að vera einu skrefi á undan okkur sjálfum? Við erum varla komin yfir endamarkslínuna þegar við erum farin að tala um hvað næsta hlaup á að vera rosalega öflugt. Þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á stórmóti virðist það stundum skipta meira máli að ná góðu sæti upp á að komast inn á næsta stórmót eða lenda í góðum riðli í næstu undankeppni í stað þess að ná virkilega góðum árangri á því móti sem er í gangi akkúrat þá stundina. Þegar ég set Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss gefur það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að sjálfsögðu má líta á það þannig en væri ekki gáfulegra bara að taka öllum árangri fagnandi án þess að þurfa sífellt að skilyrða hann við eitthvað sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012 miklu máli en það kæmi mér ekki á óvart ef að árangur sumarsins 2012 verði tengdur við sumarið 2016 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir aftur. Ég sjálf stend mig oft að því að vera byrjuð að plana næsta æfinga- og keppnistímabil áður en núverandi æfinga- og keppnistímabili er lokið. Næsta sumar ætla ég að stökkva svona langt, lyfta svona þungt, hlaupa svona hratt, æfa svona mikið, vinna allar keppnir sem ég tek þátt í og bæta öll met. Það er auðvelt að gleyma sér í framtíðinni og missa af núverandi tímabili, tímabilinu sem síðasta sumar átti einmitt að vera tímabilið sem allt átti að ganga upp. Það er mikilvægt að vera samferða sjálfum sér, taka eitt skref í einu og byrja á réttum enda. Ætli maður sér að verða Ólympíumeistari er gott að byrja á því að tryggja sér keppnisrétt á leikunum fyrst. Frjálsar íþróttir Pistillinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil. Þessi vinkona mín æfir og keppir einnig í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár hafa verið henni erfið á brautinni og ekki gengið sem skildi. En loksins núna í vetur fóru hlutirnir aftur að gerast hjá henni og hún er farin að hlaupa á mun betri tímum en síðastliðin ár. Sama dag og ég setti Íslandsmetið hafði hún einmitt hlaupið á flottum tíma. Við vorum því báðar sáttar með daginn. Ég talaði mest um hvað mér hefði þótt gaman í dag en hún talaði mest um hvað hún ætti mikið inni sem kæmi fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég sammála henni í því en fannst ég þó verða að stoppa hana þegar hún sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá okkur næsta sumar." Af hverju þurfum við alltaf að vera einu skrefi á undan okkur sjálfum? Við erum varla komin yfir endamarkslínuna þegar við erum farin að tala um hvað næsta hlaup á að vera rosalega öflugt. Þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á stórmóti virðist það stundum skipta meira máli að ná góðu sæti upp á að komast inn á næsta stórmót eða lenda í góðum riðli í næstu undankeppni í stað þess að ná virkilega góðum árangri á því móti sem er í gangi akkúrat þá stundina. Þegar ég set Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss gefur það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að sjálfsögðu má líta á það þannig en væri ekki gáfulegra bara að taka öllum árangri fagnandi án þess að þurfa sífellt að skilyrða hann við eitthvað sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012 miklu máli en það kæmi mér ekki á óvart ef að árangur sumarsins 2012 verði tengdur við sumarið 2016 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir aftur. Ég sjálf stend mig oft að því að vera byrjuð að plana næsta æfinga- og keppnistímabil áður en núverandi æfinga- og keppnistímabili er lokið. Næsta sumar ætla ég að stökkva svona langt, lyfta svona þungt, hlaupa svona hratt, æfa svona mikið, vinna allar keppnir sem ég tek þátt í og bæta öll met. Það er auðvelt að gleyma sér í framtíðinni og missa af núverandi tímabili, tímabilinu sem síðasta sumar átti einmitt að vera tímabilið sem allt átti að ganga upp. Það er mikilvægt að vera samferða sjálfum sér, taka eitt skref í einu og byrja á réttum enda. Ætli maður sér að verða Ólympíumeistari er gott að byrja á því að tryggja sér keppnisrétt á leikunum fyrst.
Frjálsar íþróttir Pistillinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira