Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið 20. mars 2012 23:30 Til Ísrael Lík þriggja barna og föður tveggja þeirra, sem voru skotin til bana við skóla gyðinga á mánudag, voru flutt til Ísrael í gær þar sem þau verða jarðsett.Fréttablaðið/AP Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna