Sjálfshól embættismanns Skafti Harðarson skrifar 21. mars 2012 06:00 Sumir telja sjálfshól betra en ekkert hól. En oftar en ekki er ástæða til þess að hrósið lætur á sér standa. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, telur ástæðu til að skrifa grein í Fréttablaðið þann 15. mars síðastliðinn og hrósar þar eigin stofnun og umhverfisráðuneytinu fyrir nýja byggingarreglugerð. Ekki vantar sjálfshólið; „almennt má segja að hún hafi fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna." Þá getur Björn þess að samráð hafi verið haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í engu fjallar Björn hins vegar um það sem mestu máli skiptir. Hvað mun þessi ítarlega afskiptasemi stofnunar hans og umhverfisráðuneytisins kosta íbúðakaupendur? Hversu mikið munu til dæmis íbúðir hækka í verði eftir setningu nýju reglugerðarinnar? Hvaða áhrif hefur það að nú er óheimilt að byggja þriggja hæða íbúðarhús án lyftu? Hvað kostar sú krafa fyrir væntanlega íbúðakaupendur? Eða munu þriggja hæða fjölbýlishús hverfa af markaði? Líklegt er að það verði svar markaðarins – engin þriggja hæða íbúðarhús. Hvergi er að finna neina greiningu á kostnaðaráhrifum nýrra krafna eða fullnægjandi skýringar á því hvaða aðkallandi þörf er á frekari skilgreiningu á innra fyrirkomulagi íbúða. Hvaða ástæða er til þess að opinberir embættismenn fyrirskrifi stærð svefnherbergja? Hvaða embættismaður komst að því að ekki skuli koma annað til greina en að svefnherbergi hjóna skuli vera a.m.k. 14 m² og baðið ekki minna en 5 m² nú eða 3ja metra gangur 3,9 m²? Hvaðan kemur embættismönnunum þessi dulvitra djúpa stærðarspeki? Og hér er aðeins getið minniháttar augljósra atriða sem hækka verulega verð íbúða fyrir kaupendur húsnæðis í framtíðinni. Embættismaðurinn sjálfumglaði getur þess auðvitað hvergi hver kostnaður kaupenda verður vegna nýjustu krafna hans, en hrósar sér sérstaklega fyrir að hafa talað við mann og annan innan kerfisins um hvað okkur er fyrir bestu. Nýja byggingarreglugerðin heggur í sama knérunn og flestar reglugerðir starfsfélaga hans innanlands sem utan hin síðari ár; takmarkar valfrelsi neytenda, ákveður hvað okkur er fyrir bestu og hækkar kostnaðinn af kaupum á þeirri vöru sem um er fjallað. Nú eða tekur vöruna af markaði. En í Orwellskri orðanotkun embættismanna er þetta auðvitað gert undir formerkjum „neytendaverndar". Valfrelsi eru þau lífsgæði sem mestu máli skipta og á þau gæði er gengið. Neytendur eru fullfærir um að hafa eigin skoðun á stærð og fyrirkomulagi herbergja í eigin húsnæði. Engin ástæða er heldur til þess að krefjast þess að allt nýtt húsnæði uppfylli kröfur einstakra hópa íbúðakaupenda. Neytendur skipta um húsnæði eftir breytingum á fjölskyldustærð og fjölskylduhögum. Og ekkert er eðlilegra en að svo verði áfram. En til valfrelsisins má embættismaðurinn ekki hugsa. Enda hyrfi þá réttlæting starfa hans. Byggingarreglugerðin hin nýja mun seinka endurreisn nýbyggingamarkaðarins og gera þeim erfiðara fyrir sem huga að fyrstu íbúðakaupum eða vilja stækka við sig. Engir gæta hagsmuna íbúðakaupenda. Ekkert heyrist frá verklýðsfélögunum, opinberum talsmönnum neytenda, Neytendastofu eða Neytendasamtökunum. Enda er þau hluti af kerfinu, ekki gagnrýnendur þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Góðar undirtektir Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. 15. mars 2012 06:00 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Sumir telja sjálfshól betra en ekkert hól. En oftar en ekki er ástæða til þess að hrósið lætur á sér standa. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, telur ástæðu til að skrifa grein í Fréttablaðið þann 15. mars síðastliðinn og hrósar þar eigin stofnun og umhverfisráðuneytinu fyrir nýja byggingarreglugerð. Ekki vantar sjálfshólið; „almennt má segja að hún hafi fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna." Þá getur Björn þess að samráð hafi verið haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í engu fjallar Björn hins vegar um það sem mestu máli skiptir. Hvað mun þessi ítarlega afskiptasemi stofnunar hans og umhverfisráðuneytisins kosta íbúðakaupendur? Hversu mikið munu til dæmis íbúðir hækka í verði eftir setningu nýju reglugerðarinnar? Hvaða áhrif hefur það að nú er óheimilt að byggja þriggja hæða íbúðarhús án lyftu? Hvað kostar sú krafa fyrir væntanlega íbúðakaupendur? Eða munu þriggja hæða fjölbýlishús hverfa af markaði? Líklegt er að það verði svar markaðarins – engin þriggja hæða íbúðarhús. Hvergi er að finna neina greiningu á kostnaðaráhrifum nýrra krafna eða fullnægjandi skýringar á því hvaða aðkallandi þörf er á frekari skilgreiningu á innra fyrirkomulagi íbúða. Hvaða ástæða er til þess að opinberir embættismenn fyrirskrifi stærð svefnherbergja? Hvaða embættismaður komst að því að ekki skuli koma annað til greina en að svefnherbergi hjóna skuli vera a.m.k. 14 m² og baðið ekki minna en 5 m² nú eða 3ja metra gangur 3,9 m²? Hvaðan kemur embættismönnunum þessi dulvitra djúpa stærðarspeki? Og hér er aðeins getið minniháttar augljósra atriða sem hækka verulega verð íbúða fyrir kaupendur húsnæðis í framtíðinni. Embættismaðurinn sjálfumglaði getur þess auðvitað hvergi hver kostnaður kaupenda verður vegna nýjustu krafna hans, en hrósar sér sérstaklega fyrir að hafa talað við mann og annan innan kerfisins um hvað okkur er fyrir bestu. Nýja byggingarreglugerðin heggur í sama knérunn og flestar reglugerðir starfsfélaga hans innanlands sem utan hin síðari ár; takmarkar valfrelsi neytenda, ákveður hvað okkur er fyrir bestu og hækkar kostnaðinn af kaupum á þeirri vöru sem um er fjallað. Nú eða tekur vöruna af markaði. En í Orwellskri orðanotkun embættismanna er þetta auðvitað gert undir formerkjum „neytendaverndar". Valfrelsi eru þau lífsgæði sem mestu máli skipta og á þau gæði er gengið. Neytendur eru fullfærir um að hafa eigin skoðun á stærð og fyrirkomulagi herbergja í eigin húsnæði. Engin ástæða er heldur til þess að krefjast þess að allt nýtt húsnæði uppfylli kröfur einstakra hópa íbúðakaupenda. Neytendur skipta um húsnæði eftir breytingum á fjölskyldustærð og fjölskylduhögum. Og ekkert er eðlilegra en að svo verði áfram. En til valfrelsisins má embættismaðurinn ekki hugsa. Enda hyrfi þá réttlæting starfa hans. Byggingarreglugerðin hin nýja mun seinka endurreisn nýbyggingamarkaðarins og gera þeim erfiðara fyrir sem huga að fyrstu íbúðakaupum eða vilja stækka við sig. Engir gæta hagsmuna íbúðakaupenda. Ekkert heyrist frá verklýðsfélögunum, opinberum talsmönnum neytenda, Neytendastofu eða Neytendasamtökunum. Enda er þau hluti af kerfinu, ekki gagnrýnendur þess.
Góðar undirtektir Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. 15. mars 2012 06:00
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun