Söngkona Galaxies stofnar stjörnufræðifélag 22. mars 2012 13:00 Stofnandi Stjörnuskoðunarfélags Védís Vandíta Guðmundsdóttir tónlistarkona er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja.fréttablaðið/stefán karlsson Védís Vandíta Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og meðlimur í hljómsveitinni Galaxies, er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Fyrsti fundur félagsins fór fram í byrjun vikunnar og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Védís segir stjörnuskoðun vera hennar helsta áhugamál fyrir utan tónlistina. Ákveðið var að stofna stjörnuskoðunarfélag í Vestmannaeyjum eftir að nokkrir áhugamenn komu sér saman um að byggja upp áhugann á faginu í bænum. Alls mættu um þrjátíu einstaklingar á fyrsta fund félagsins á þriðjudag sem lýsir miklum áhuga Vestmannaeyinga á stjörnuskoðun. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu allt frá því ég var barn, þetta lá þó í svolitlum dvala á meðan tónlistin átti hug minn allan, en hefur nú blossað aftur upp. Ég á tvo stjörnukíkja sem ég nota mikið á veturna þegar maður er nógu heppinn að fá stjörnubjört kvöld," upplýsir Védís sem hyggur jafnvel á nám í greininni í nánustu framtíð. Hún segir stjörnuskoðun vera hollt áhugamál og fylgist sjálf spennt með uppgötvunum Keplerssjónaukans. „Stjörnuskoðun gerir mér gott því þá átta ég mig á því hvað lítilsháttar vandamál eru í raun agnarsmá miðað við stærra samhengi. Þetta er líka bara gaman og fyrir mína parta varð ekki aftur snúið þegar ég var á annað borð byrjuð. Ég fylgist núna spennt með Keplerssjónaukanum og bíð bara eftir því að hann finni plánetu með öðru lífkerfi." Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja heldur mánaðarlega fundi og stefnir einnig á samvinnu við grunn- og framhaldsskólann í bænum. „Okkur langar að byggja þetta upp af krafti," segir Védís að lokum. - sm Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Védís Vandíta Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og meðlimur í hljómsveitinni Galaxies, er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Fyrsti fundur félagsins fór fram í byrjun vikunnar og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Védís segir stjörnuskoðun vera hennar helsta áhugamál fyrir utan tónlistina. Ákveðið var að stofna stjörnuskoðunarfélag í Vestmannaeyjum eftir að nokkrir áhugamenn komu sér saman um að byggja upp áhugann á faginu í bænum. Alls mættu um þrjátíu einstaklingar á fyrsta fund félagsins á þriðjudag sem lýsir miklum áhuga Vestmannaeyinga á stjörnuskoðun. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu allt frá því ég var barn, þetta lá þó í svolitlum dvala á meðan tónlistin átti hug minn allan, en hefur nú blossað aftur upp. Ég á tvo stjörnukíkja sem ég nota mikið á veturna þegar maður er nógu heppinn að fá stjörnubjört kvöld," upplýsir Védís sem hyggur jafnvel á nám í greininni í nánustu framtíð. Hún segir stjörnuskoðun vera hollt áhugamál og fylgist sjálf spennt með uppgötvunum Keplerssjónaukans. „Stjörnuskoðun gerir mér gott því þá átta ég mig á því hvað lítilsháttar vandamál eru í raun agnarsmá miðað við stærra samhengi. Þetta er líka bara gaman og fyrir mína parta varð ekki aftur snúið þegar ég var á annað borð byrjuð. Ég fylgist núna spennt með Keplerssjónaukanum og bíð bara eftir því að hann finni plánetu með öðru lífkerfi." Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja heldur mánaðarlega fundi og stefnir einnig á samvinnu við grunn- og framhaldsskólann í bænum. „Okkur langar að byggja þetta upp af krafti," segir Védís að lokum. - sm
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira