Mamma ég er ólétt! 24. mars 2012 06:00 Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun