Íslenska pylsan til Svíþjóðar 30. mars 2012 09:00 SS útrásin Pylsurnar frá SS verða brátt fáanlegar í Svíþjóð. Aftonbladet fjallaði um innreið íslensku pylsunnar inn í Svíþjóð á síðum sínum í vikunni.fréttablaðið/stefán karlsson „Eftir Svarta dauða kemur SS-pylsan", svo hljóðar fyrirsögn er birtist í Aftonbladet í vikunni. Fréttin segir frá áætlunum Sláturfélags Suðurlands um að hefja innflutning á íslenskum pylsum til Svíþjóðar. Í fréttinni er íslensku pylsunum lýst sem töluvert styttri en þeim sænsku og að þær séu oftast borðaðar „með öllu". Blaðamaður Aftobladet fjallar einnig um söluskálann víðfræga, Bæjarins beztu, sem stendur niðri við Reykjavíkurhöfn og tekur fram að staðurinn hafi fengið glimrandi meðmæli frá The Guardian og sjálfum Bill Clinton. „Einstaklingar á borð við Metallica og Bill Clinton hafa einnig notið SS-pylsunnar. Clinton borðaði hana þó ekki á réttan hátt, hann sleppti lauknum, remolaðinu og tómatsósunni sem olli honum hjartatruflunum samkvæmt heimildum," skrifaði blaðamaðurinn. Í greininni er einnig vitnað í Steinþór Skúlason, forstjóra SS, sem segir fyrirtækið stefna á að selja pyslur í Svíþjóð og víðar í litlum söluskálum í anda Bæjarins beztu. Á vef SS kemur fram að fyrirtækið hafi í gegnum árin fengið fjölda fyrirspurna frá ýmsum aðilum sem hafa haft áhuga á að selja SS-pylsur á erlendum markaði, ekki hafi þó verið hægt að verða við slíku fyrr en nú. Á síðunni kemur einnig fram að líkur eru á að valdar áleggstegundir og steikur eigi möguleika á erlendum mörkuðum.-sm Fréttir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
„Eftir Svarta dauða kemur SS-pylsan", svo hljóðar fyrirsögn er birtist í Aftonbladet í vikunni. Fréttin segir frá áætlunum Sláturfélags Suðurlands um að hefja innflutning á íslenskum pylsum til Svíþjóðar. Í fréttinni er íslensku pylsunum lýst sem töluvert styttri en þeim sænsku og að þær séu oftast borðaðar „með öllu". Blaðamaður Aftobladet fjallar einnig um söluskálann víðfræga, Bæjarins beztu, sem stendur niðri við Reykjavíkurhöfn og tekur fram að staðurinn hafi fengið glimrandi meðmæli frá The Guardian og sjálfum Bill Clinton. „Einstaklingar á borð við Metallica og Bill Clinton hafa einnig notið SS-pylsunnar. Clinton borðaði hana þó ekki á réttan hátt, hann sleppti lauknum, remolaðinu og tómatsósunni sem olli honum hjartatruflunum samkvæmt heimildum," skrifaði blaðamaðurinn. Í greininni er einnig vitnað í Steinþór Skúlason, forstjóra SS, sem segir fyrirtækið stefna á að selja pyslur í Svíþjóð og víðar í litlum söluskálum í anda Bæjarins beztu. Á vef SS kemur fram að fyrirtækið hafi í gegnum árin fengið fjölda fyrirspurna frá ýmsum aðilum sem hafa haft áhuga á að selja SS-pylsur á erlendum markaði, ekki hafi þó verið hægt að verða við slíku fyrr en nú. Á síðunni kemur einnig fram að líkur eru á að valdar áleggstegundir og steikur eigi möguleika á erlendum mörkuðum.-sm
Fréttir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira