Krabbamein í munni hefur aukist í Bretlandi að undanförnu. Á þessu ári hafa 6.200 manns greinst með meinið og eru tveir þriðjungar af því karlmenn samkvæmt tölum frá rannsóknarstöð krabbameins í Bretlandi. Til samanburðar greindust 4.400 manns með meinið fyrir áratug síðan.
Flest tilfellin eru tengd við reykingar. Áfengismisnotkun og vírus vegna munnmaka eru einnig talin tengjast aukingunni, að því er sagði í frétt BBC.
Krabbamein eykst
