Er þingræði lýðræði? Jón Lárusson skrifar 30. mars 2012 06:00 Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar