Bág kjör Þór Gunnlaugsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Lýsingar á bágum kjörum þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eiga hvorki fyrir mat né lyfjum hafa varla farið fram hjá nokkrum manni. Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið? Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar. Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi? Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum. Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð. Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu. Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu. Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur. Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna. Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lýsingar á bágum kjörum þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem eiga hvorki fyrir mat né lyfjum hafa varla farið fram hjá nokkrum manni. Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið? Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar. Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi? Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum. Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð. Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu. Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu. Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur. Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna. Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun