Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2012 08:00 Shanae Baker-Brice úr Njarðvík. Mynd/Stefán Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira