Masters 2012: Grænar flatir og grænstakkar 5. apríl 2012 09:00 Phil Mickelson aðstoðar sigurvegara Meistaramótsins frá því í fyrra, Charl Schwartzel, við að klæðast jakkanum góða. Það var áhugamannakylfingurinn og Bandaríkjamaðurinn Bobby Jones sem stóð fyrir stofnun mótsins, í samstarfi við kollega sinn Clifford Roberts í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar. Þeir byrjuðu á að festa kaup á landsvæði í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar langaði Bobby að einbeita sér að uppbyggingu nýs vallar eftir að hafa sjálfur lagt kylfuna á hilluna. Bobby, eða Robert Tyre Jones Jr., er einn þekktasti áhugamannakylfingur sögunnar. Hann var lærður lögfræðingur og starfaði sem slíkur lengst af. Hann þótti þó afburðakylfingur og vann til að mynda Opna bandaríska meistaramótið fjórum sinnum. Hann þótti með eindæmum réttsýnn og heiðarlegur og þekkt varð þegar hann lét sjálfur dómara vita af því að hann hefði rekið kylfu sína í boltann á velli. Tilkynningin kostaði hann tvö högg og þar með sigurinn á umræddu móti, en viðbrögð hans þykja einkennandi fyrir drengskap hans. Það þykir viðeigandi í ljósi uppruna Meistaramótsins að halda tengslum við áhugamenn í golfinu og ár hvert er sigurvegurum frá móti áhugamanna boðin þátttaka. Þá leikur núverandi sigurvegari í Bandaríska áhugamannamótinu alltaf í sama hópi og sigurvegari Meistaramótsins frá síðasta ári, fyrstu tvo daga mótsins. Auk þess fá þeir kylfingar sem manna fimmtíu efstu sæti heimslistans í golfi boð um að taka þátt í Meistaramótinu ár hvert. Þá öðlast fyrrverandi sigurvegarar á mótinu þátttökurétt til æviloka. Þau vinsamlegu tilmæli hafa þó borist frá hæstráðendum í Augusta National-klúbbnum að fyrrum sigurvegarar sem komnir eru af léttasta skeiði nýti sér ekki þennan þátttökurétt sinn. Grasinu skipt útBobby Jones er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. nordicphotos/gettyFyrsta mótið var svo haldið í mars árið 1934 þar sem holur 10 til 18 voru leiknar sem fyrstu 9 holurnar og holur 1 til 9 þær síðari. Því var svo víxlað árið eftir og hefur það fyrirkomulag haldist allar götur síðan. Ólíkt helstu stórmótum heims í golfi er Meistaramótið nefnilega alltaf spilað á sama vellinum, Augusta National-vellinum, sem hannaður var af Bobby Jones í samstarfi við vallarhönnuðinn Alister MacKenzie. Völlurinn hefur þó tekið talsverðum breytingum frá því að hann var fyrst opnaður árið 1933. Fjölmargir vallarhönnuðir hafa lagt hönd á plóg í gegnum tíðina þegar flatirnar hafa verið endurbyggðar og endurhannaðar og nýir teigar teknir í notkun. Allt gert til þess að mæta nýjum viðmiðum sem afrekskylfingar síðari ára hafa sett. Skipt hefur verið um gras á flötunum, á áttunda áratug síðustu aldar var grófu Bermúdagrasi skipt út fyrir fínlegra Bermúdagras til að jafna flötina. Í byrjun níunda áratugarins var svo língresi sáð í allan völlinn, enda þótti þá fullsannað að sú tegund puntgrasa hentaði best fyrir pútt-flatirnar. Um miðjan áttunda áratuginn var svo skipt um sand í öllum sandgryfjum vallarins og hinn einkennandi hvíti feldspat-sandur fluttur inn frá Norður-Karólínu og látinn fylla gryfjurnar. Vinningshafar velja matinnRory McIlroy og aðstoðarmaður hans J.P. Fitzgerald.Líkt og alsiða er í golfíþróttinni eru hefðirnar í hávegum hafðar og á því er engin undantekning á Meistaramótinu. Frá árinu 1963 hefur mótið talist formlega hafið þegar einhver goðsögn úr golfheiminum tekur fyrsta höggið á fyrstu holunni. Þá hefur kvöldverður grænklæddra fyrrum sigurvegara og útvalinna liðsmanna Augusta National-klúbbsins öðlast sess sem órjúfanlegur hluti mótsins. Kvöldverðurinn var fyrst haldinn árið 1952 og hefur síðan þá verið blásið til hans árlega á þriðjudeginum fyrir mótið sjálft. Sigurvegari ársins áður er gestgjafi hverju sinni og fær að velja þá rétti sem bornir eru á borð. Þar reyna gestgjafar oftar en ekki að kynna fyrir viðstöddum þekkta rétti frá heimalandi sínu. Það leggst eins og gengur misvel í mannskapinn og voru víst ekki allir fyrrum meistararnir jafn ánægðir þegar skoski gestgjafinn Sandy Lyle bauð árið 1989 upp á skoskan blóðmör (e. haggis). Tiger Woods fór alveg nýjar leiðir þegar hann bauð upp á McDonalds hamborgara árið 1998, en það þótti viðeigandi fyrir „unglinginn" sem hafði sigrað með yfirburðum árið 1997. Árið 1960 var svo fyrst tekinn upphitunarleikur á nýjum par 3-velli, sem síðan þá hefur verið leikinn á hverjum miðvikudegi fyrir keppnina. Þar reyna keppendur Meistaramótsins með sér í upphitunarleik á par 3 holu velli sem er við keppnisvöllinn. Ekki gefur árangur á þessum upphitunarleik víst mikla vísbendingu um gengi á mótinu sjálfu, en það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að sami kylfingur hafi unnið miðvikudagsmótið og Meistaramótið sjálft. Skipulagið á par 3-keppninni er talsvert óformlegra en mótið sjálft, og til dæmis er kylfingum leyfilegt að nota börnin sín sem kylfusveina þennan tiltekna dag. Ein hefð sem einnig hefur fest sig í sessi er að sigurvegari hvers móts ánafnar klúbbnum eina af kylfum sínum. Fyrir vikið hefur klúbburinn yfir að ráða úrvali af sögufrægum kylfum sem hvert golfsafn væri fullsæmt af. Grænn jakki og kristalsskálTiger Woods ásamt kylfusveini sínum, Joe LaCava, sem klæddur er eftir ströngum reglum Agusta vallarins um klæðaburð.Sigurvegari Meistaramótsins ár hvert klæðist forláta grænum jakka sem hann hefur til afnota í heilt ár eftir sigurinn. Hann er auk þess kominn í fámennan hóp útvalinna sem fá boð í árlegan kvöldverð sem borinn er fram í Augusta National-klúbbnum ár hvert á þriðjudegi fyrir mótið sjálft eins og áður sagði. Jack Nicklaus er sá kylfingur sem oftast hefur haft tök á að hengja græna jakkann upp í fataskápinn heima hjá sér, en hann hefur borið sigur úr býtum á mótinu alls sex sinnum. Á hæla hans koma Tiger Woods og Arnold Palmer, sem báðir hafa unnið fjórum sinnum. Woods á þó enn möguleika á að gera tilkall til jakkans góða. Jakkarnir hafa verið veittir ár hvert frá 1949, en auk sigurvegara eru það einungis meðlimir Augusta National-klúbbsins sem geta státað sig af eignarhaldi á grænum jakka. Það er sigurvegarinn frá árinu áður sem sér um að aðstoða nýkrýndan meistara við að komast í nýja jakkann. Um jakkaeignina gilda þó einhverjar reglur. Ekki er til dæmis í boði að spóka sig um í jakkanum árum saman eftir sigurinn, því honum verða kylfingarnir að skila eftir árið. Þeir fá þó að bregða sér í jakkann þegar þeir heimsækja klúbbinn. Auk jakkans títtnefnda er sigurvegarinn leystur út með peningagjöf. Hún hefur orðið nokkuð ríflegri með árunum og hefur upphæðin sérstaklega hækkað síðastliðin ár. Horton Smith fór fyrstur með sigur úr býtum árið 1934 og taldi verðlaunaféð þá 1.500 dollara. Sigurvegari mótsins í fyrra, Charl Schwartzel, fékk hins vegar í sinn hlut tæpar 1,5 milljónir dollara eða sem nemur 180 milljónum króna. Þá eru ótaldir kristalsgripir sem keppendum getur áskotnast eftir gott gengi meðan á mótinu stendur. Sá spilari sem er með fæst högg eftir hvern dag fær að launum forlátan kristalsvasa, hver kylfingur sem nær erni á mótinu fær að launum tvo kristalsbikara og sigurvegari par 3-mótsins er leystur út með kristalsskál. Og ef peningagjafir, grænn jakki og kristalsgripir eru ekki nóg geta sigurvegarar mótsins glaðst yfir því að hafa með sigrinum á Meistaramótinu tryggt sér sjálfkrafa þátttökurétt í hinum þremur stórmótum ársins: Opna bandaríska meistaramótinu, Opna breska meistaramótinu og PGA-mótinu, auk þess að tryggja sér þátttöku í PGA-mótaröðinni til næstu fimm ára. Ekki fyrir alla Tiger Woods er sá yngsti sem hefur sigrað á Mastersmótinu og Jack Nicklaus er sá elsti. Nicklaus var 46 ára þegar hann sigraði árið 1986. fréttablaðið/APFyrst var sjónvarpað frá Meistaramótinu á CBS-sjónvarpsstöðinni árið 1956, þá voru notaðar sex myndavélar til að mynda viðureignir á síðustu fjórum brautunum. Umfangið hefur aukist jafnt og þétt með árunum, og aðgengi kvikmyndatökumanna og fréttamanna orðið sífellt meira eftir því sem hæstráðendur hjá Augusta National-klúbbnum veita meiri tilslakanir. Aðgangur að mótinu í formi aðgangsmiða er ekki á allra færi. Þó eru aðgöngumiðarnir ekki svo ýkja dýrir, miðað við íþróttaviðburði af þessari stærðargráðu, heldur er framboð miða afar takmarkað. Sækja þarf um aðgöngumiða með allt að árs fyrirvara og svo er dregið af handahófi úr umsóknum. Og þetta á eingöngu við um aðgang að upphitunarmótinu. Miðar á keppnina sjálfa standa eingöngu skráðum liðsmönnum Augusta National-klúbbsins til boða. Í ár var þó gerð örlítil undantekning á því og ákveðið var að gefa nokkra miða á bæði æfingadaga og keppnina sjálfa til almennings. Golf Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það var áhugamannakylfingurinn og Bandaríkjamaðurinn Bobby Jones sem stóð fyrir stofnun mótsins, í samstarfi við kollega sinn Clifford Roberts í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar. Þeir byrjuðu á að festa kaup á landsvæði í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar langaði Bobby að einbeita sér að uppbyggingu nýs vallar eftir að hafa sjálfur lagt kylfuna á hilluna. Bobby, eða Robert Tyre Jones Jr., er einn þekktasti áhugamannakylfingur sögunnar. Hann var lærður lögfræðingur og starfaði sem slíkur lengst af. Hann þótti þó afburðakylfingur og vann til að mynda Opna bandaríska meistaramótið fjórum sinnum. Hann þótti með eindæmum réttsýnn og heiðarlegur og þekkt varð þegar hann lét sjálfur dómara vita af því að hann hefði rekið kylfu sína í boltann á velli. Tilkynningin kostaði hann tvö högg og þar með sigurinn á umræddu móti, en viðbrögð hans þykja einkennandi fyrir drengskap hans. Það þykir viðeigandi í ljósi uppruna Meistaramótsins að halda tengslum við áhugamenn í golfinu og ár hvert er sigurvegurum frá móti áhugamanna boðin þátttaka. Þá leikur núverandi sigurvegari í Bandaríska áhugamannamótinu alltaf í sama hópi og sigurvegari Meistaramótsins frá síðasta ári, fyrstu tvo daga mótsins. Auk þess fá þeir kylfingar sem manna fimmtíu efstu sæti heimslistans í golfi boð um að taka þátt í Meistaramótinu ár hvert. Þá öðlast fyrrverandi sigurvegarar á mótinu þátttökurétt til æviloka. Þau vinsamlegu tilmæli hafa þó borist frá hæstráðendum í Augusta National-klúbbnum að fyrrum sigurvegarar sem komnir eru af léttasta skeiði nýti sér ekki þennan þátttökurétt sinn. Grasinu skipt útBobby Jones er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. nordicphotos/gettyFyrsta mótið var svo haldið í mars árið 1934 þar sem holur 10 til 18 voru leiknar sem fyrstu 9 holurnar og holur 1 til 9 þær síðari. Því var svo víxlað árið eftir og hefur það fyrirkomulag haldist allar götur síðan. Ólíkt helstu stórmótum heims í golfi er Meistaramótið nefnilega alltaf spilað á sama vellinum, Augusta National-vellinum, sem hannaður var af Bobby Jones í samstarfi við vallarhönnuðinn Alister MacKenzie. Völlurinn hefur þó tekið talsverðum breytingum frá því að hann var fyrst opnaður árið 1933. Fjölmargir vallarhönnuðir hafa lagt hönd á plóg í gegnum tíðina þegar flatirnar hafa verið endurbyggðar og endurhannaðar og nýir teigar teknir í notkun. Allt gert til þess að mæta nýjum viðmiðum sem afrekskylfingar síðari ára hafa sett. Skipt hefur verið um gras á flötunum, á áttunda áratug síðustu aldar var grófu Bermúdagrasi skipt út fyrir fínlegra Bermúdagras til að jafna flötina. Í byrjun níunda áratugarins var svo língresi sáð í allan völlinn, enda þótti þá fullsannað að sú tegund puntgrasa hentaði best fyrir pútt-flatirnar. Um miðjan áttunda áratuginn var svo skipt um sand í öllum sandgryfjum vallarins og hinn einkennandi hvíti feldspat-sandur fluttur inn frá Norður-Karólínu og látinn fylla gryfjurnar. Vinningshafar velja matinnRory McIlroy og aðstoðarmaður hans J.P. Fitzgerald.Líkt og alsiða er í golfíþróttinni eru hefðirnar í hávegum hafðar og á því er engin undantekning á Meistaramótinu. Frá árinu 1963 hefur mótið talist formlega hafið þegar einhver goðsögn úr golfheiminum tekur fyrsta höggið á fyrstu holunni. Þá hefur kvöldverður grænklæddra fyrrum sigurvegara og útvalinna liðsmanna Augusta National-klúbbsins öðlast sess sem órjúfanlegur hluti mótsins. Kvöldverðurinn var fyrst haldinn árið 1952 og hefur síðan þá verið blásið til hans árlega á þriðjudeginum fyrir mótið sjálft. Sigurvegari ársins áður er gestgjafi hverju sinni og fær að velja þá rétti sem bornir eru á borð. Þar reyna gestgjafar oftar en ekki að kynna fyrir viðstöddum þekkta rétti frá heimalandi sínu. Það leggst eins og gengur misvel í mannskapinn og voru víst ekki allir fyrrum meistararnir jafn ánægðir þegar skoski gestgjafinn Sandy Lyle bauð árið 1989 upp á skoskan blóðmör (e. haggis). Tiger Woods fór alveg nýjar leiðir þegar hann bauð upp á McDonalds hamborgara árið 1998, en það þótti viðeigandi fyrir „unglinginn" sem hafði sigrað með yfirburðum árið 1997. Árið 1960 var svo fyrst tekinn upphitunarleikur á nýjum par 3-velli, sem síðan þá hefur verið leikinn á hverjum miðvikudegi fyrir keppnina. Þar reyna keppendur Meistaramótsins með sér í upphitunarleik á par 3 holu velli sem er við keppnisvöllinn. Ekki gefur árangur á þessum upphitunarleik víst mikla vísbendingu um gengi á mótinu sjálfu, en það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að sami kylfingur hafi unnið miðvikudagsmótið og Meistaramótið sjálft. Skipulagið á par 3-keppninni er talsvert óformlegra en mótið sjálft, og til dæmis er kylfingum leyfilegt að nota börnin sín sem kylfusveina þennan tiltekna dag. Ein hefð sem einnig hefur fest sig í sessi er að sigurvegari hvers móts ánafnar klúbbnum eina af kylfum sínum. Fyrir vikið hefur klúbburinn yfir að ráða úrvali af sögufrægum kylfum sem hvert golfsafn væri fullsæmt af. Grænn jakki og kristalsskálTiger Woods ásamt kylfusveini sínum, Joe LaCava, sem klæddur er eftir ströngum reglum Agusta vallarins um klæðaburð.Sigurvegari Meistaramótsins ár hvert klæðist forláta grænum jakka sem hann hefur til afnota í heilt ár eftir sigurinn. Hann er auk þess kominn í fámennan hóp útvalinna sem fá boð í árlegan kvöldverð sem borinn er fram í Augusta National-klúbbnum ár hvert á þriðjudegi fyrir mótið sjálft eins og áður sagði. Jack Nicklaus er sá kylfingur sem oftast hefur haft tök á að hengja græna jakkann upp í fataskápinn heima hjá sér, en hann hefur borið sigur úr býtum á mótinu alls sex sinnum. Á hæla hans koma Tiger Woods og Arnold Palmer, sem báðir hafa unnið fjórum sinnum. Woods á þó enn möguleika á að gera tilkall til jakkans góða. Jakkarnir hafa verið veittir ár hvert frá 1949, en auk sigurvegara eru það einungis meðlimir Augusta National-klúbbsins sem geta státað sig af eignarhaldi á grænum jakka. Það er sigurvegarinn frá árinu áður sem sér um að aðstoða nýkrýndan meistara við að komast í nýja jakkann. Um jakkaeignina gilda þó einhverjar reglur. Ekki er til dæmis í boði að spóka sig um í jakkanum árum saman eftir sigurinn, því honum verða kylfingarnir að skila eftir árið. Þeir fá þó að bregða sér í jakkann þegar þeir heimsækja klúbbinn. Auk jakkans títtnefnda er sigurvegarinn leystur út með peningagjöf. Hún hefur orðið nokkuð ríflegri með árunum og hefur upphæðin sérstaklega hækkað síðastliðin ár. Horton Smith fór fyrstur með sigur úr býtum árið 1934 og taldi verðlaunaféð þá 1.500 dollara. Sigurvegari mótsins í fyrra, Charl Schwartzel, fékk hins vegar í sinn hlut tæpar 1,5 milljónir dollara eða sem nemur 180 milljónum króna. Þá eru ótaldir kristalsgripir sem keppendum getur áskotnast eftir gott gengi meðan á mótinu stendur. Sá spilari sem er með fæst högg eftir hvern dag fær að launum forlátan kristalsvasa, hver kylfingur sem nær erni á mótinu fær að launum tvo kristalsbikara og sigurvegari par 3-mótsins er leystur út með kristalsskál. Og ef peningagjafir, grænn jakki og kristalsgripir eru ekki nóg geta sigurvegarar mótsins glaðst yfir því að hafa með sigrinum á Meistaramótinu tryggt sér sjálfkrafa þátttökurétt í hinum þremur stórmótum ársins: Opna bandaríska meistaramótinu, Opna breska meistaramótinu og PGA-mótinu, auk þess að tryggja sér þátttöku í PGA-mótaröðinni til næstu fimm ára. Ekki fyrir alla Tiger Woods er sá yngsti sem hefur sigrað á Mastersmótinu og Jack Nicklaus er sá elsti. Nicklaus var 46 ára þegar hann sigraði árið 1986. fréttablaðið/APFyrst var sjónvarpað frá Meistaramótinu á CBS-sjónvarpsstöðinni árið 1956, þá voru notaðar sex myndavélar til að mynda viðureignir á síðustu fjórum brautunum. Umfangið hefur aukist jafnt og þétt með árunum, og aðgengi kvikmyndatökumanna og fréttamanna orðið sífellt meira eftir því sem hæstráðendur hjá Augusta National-klúbbnum veita meiri tilslakanir. Aðgangur að mótinu í formi aðgangsmiða er ekki á allra færi. Þó eru aðgöngumiðarnir ekki svo ýkja dýrir, miðað við íþróttaviðburði af þessari stærðargráðu, heldur er framboð miða afar takmarkað. Sækja þarf um aðgöngumiða með allt að árs fyrirvara og svo er dregið af handahófi úr umsóknum. Og þetta á eingöngu við um aðgang að upphitunarmótinu. Miðar á keppnina sjálfa standa eingöngu skráðum liðsmönnum Augusta National-klúbbsins til boða. Í ár var þó gerð örlítil undantekning á því og ákveðið var að gefa nokkra miða á bæði æfingadaga og keppnina sjálfa til almennings.
Golf Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira