Mannréttindaráðherra hunsar lög Einar Steingrímsson skrifar 4. apríl 2012 05:00 Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurðaði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritaníu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Mohammed til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanríkisráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráðherra frá því í júlí. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönduð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurðaði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritaníu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Mohammed til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanríkisráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráðherra frá því í júlí. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönduð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun