Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar 10. apríl 2012 03:00 Rannsóknir á ískjörnum, setlögum og öðrum gögnum um veðurfar og andrúmsloft fyrir þúsundum ára þykja gefa gleggri mynd en fyrri rannsóknir af endalokum síðustu ísaldar.nordicphotos/AFP Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira