Bara Ástþór og Þóra búin að safna nógu 11. apríl 2012 08:00 Bessastaðir Forsetabústaðurinn er umsetinn þessi dægrin. Sex manns vilja búa þar og starfa næstu fjögur árin. Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. Þóra lýsti því yfir á laugardaginn að hún hefði náð tilskildu marki í öllum landsfjórðungum. Þá voru þrír dagar síðan hún tilkynnti um framboð sitt. Áður en listunum er skilað til innanríkisráðuneytisins, sem þarf að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf að láta yfirkjörstjórnir á hverjum stað votta að þeir sem ritað hafa nafn sitt á listann séu kosningabærir. Fréttablaðið hafði samband við aðra sem lýst hafa yfir framboði til að grennslast fyrir um hvar undirskriftasöfnunin stæði. „Ég held að ég sé örugglega kominn með lágmarksfjöldann," segir Ástþór, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetakosningum. Hann ætli þó að safna nokkrum til viðbótar til öryggis og listunum verði skilað fljótlega. „Sjálfboðaliðar allt í kringum landið eru að safna og eftir því sem ég best veit gengur það bara mjög vel," segir Guðný Lilja Oddsdóttir, sem starfar fyrir framboð Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en markmiðið sé að ljúka henni í apríl. Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, segir söfnun sína ganga ágætlega. „Þetta er ekki komið en það styttist í það, geri ég mér vonir um." Hann segir að sér hafi eðlilega gengið best á Suðurlandi en hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera með missterkar maskínur á bak við sig," segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, sem starfar fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, segir söfnunina þetta árið verða með svipuðu sniði og í hin skiptin þegar Ólafur hefur verið í framboði. Söfnunin gangi þó vel og standi yfir um land allt. „Ég gef mér svona þrjár til fjórar vikur í að klára þetta," segir hún. Sjötti frambjóðandinn, Hannes Bjarnason úr Skagafirði, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann komi til landsins frá Noregi í lok mánaðar og hefji meðmælasöfnun sína þá. stigur@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. Þóra lýsti því yfir á laugardaginn að hún hefði náð tilskildu marki í öllum landsfjórðungum. Þá voru þrír dagar síðan hún tilkynnti um framboð sitt. Áður en listunum er skilað til innanríkisráðuneytisins, sem þarf að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf að láta yfirkjörstjórnir á hverjum stað votta að þeir sem ritað hafa nafn sitt á listann séu kosningabærir. Fréttablaðið hafði samband við aðra sem lýst hafa yfir framboði til að grennslast fyrir um hvar undirskriftasöfnunin stæði. „Ég held að ég sé örugglega kominn með lágmarksfjöldann," segir Ástþór, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetakosningum. Hann ætli þó að safna nokkrum til viðbótar til öryggis og listunum verði skilað fljótlega. „Sjálfboðaliðar allt í kringum landið eru að safna og eftir því sem ég best veit gengur það bara mjög vel," segir Guðný Lilja Oddsdóttir, sem starfar fyrir framboð Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en markmiðið sé að ljúka henni í apríl. Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, segir söfnun sína ganga ágætlega. „Þetta er ekki komið en það styttist í það, geri ég mér vonir um." Hann segir að sér hafi eðlilega gengið best á Suðurlandi en hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera með missterkar maskínur á bak við sig," segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, sem starfar fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, segir söfnunina þetta árið verða með svipuðu sniði og í hin skiptin þegar Ólafur hefur verið í framboði. Söfnunin gangi þó vel og standi yfir um land allt. „Ég gef mér svona þrjár til fjórar vikur í að klára þetta," segir hún. Sjötti frambjóðandinn, Hannes Bjarnason úr Skagafirði, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann komi til landsins frá Noregi í lok mánaðar og hefji meðmælasöfnun sína þá. stigur@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira