Rammaáætlun markar sátt um nýtingu og verndun Oddný Harðardóttir skrifar 12. apríl 2012 06:00 Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í lögunum er kveðið á um að flokka beri virkjunarkosti í verndarflokk, orkunýtingarflokk eða þá biðflokk ef „fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa ekki nægilega afgerandi til kynna í hvorn flokkinn virkjunarkostirnir ættu að falla". Ákveðin varúðarsjónarmið liggja að baki þessari hugsun laganna varðandi biðflokkinn. Ferlið við gerð rammáætlunar er skýrt afmarkað í lögum og var því að öllu leyti fylgt við gerð þeirrar þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir. Þingsályktunartillagan byggir á tillögum verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar sem skilaði lokaskýrslu sinni til ráðherra þann 5. júlí 2011. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar. Var því farið í þá vegferð með formanni verkefnisstjórnar, formönnum þeirra faghópa sem stóðu að skýrslunni og fulltrúum iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis að koma tillögum verkefnisstjórnar í þingtækan búning. Þeirri vinnu lauk í ágúst 2011 og þann 19. ágúst voru drög að þingsályktunartillögunni send í hið lögbundna 12 vikna umsagnarferli. Yfir 200 umsagnir bárust og er þingsályktunartillagan sem nú er lögð fram að mestu samhljóða drögunum sem send voru í umsagnarferlið og tóku alls til 69 virkjanakosta. Gerðar eru þó breytingar í þá veru að virkjunarkostir á tveimur svæðum eru færðir úr nýtingarflokk í biðflokk, í ljósi nýrra upplýsinga sem borist höfðu í umsagnarferlinu. Allt er þetta ferli í samræmi við Árósarsamninginn sem innleiddur var í íslensk lög í lok síðasta árs og kveður m.a. á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Það kemur ekki á óvart að nokkurs óþols gæti hjá sumum vegna þeirrar ákvörðunar að færa umrædda virkjunarkosti í biðflokk. En rétt skal vera rétt – og það er mikilvægt að við freistumst ekki til að stytta okkur leið í jafn viðamiklu máli og rammaáætlun er. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að biðflokkur er ekki geymsla fyrir umdeilda virkjunarkosti og ný verkefnisstjórn rammaáætlunar skal skila áfangaskýrslu til ráðherra fyrir 1. september 2013 um þær sértæku rannsóknir um áhrif virkjana á laxfiska sem lagt er til að verði gerðar í Þjórsá, hafi hún ekki þá þegar lagt fram nýja tillögu að flokkun. Í framhaldi af því mun ráðherra kynna Alþingi skýrsluna og, eftir atvikum, leggja fram nýja tillögu um flokkun viðkomandi virkjunarkosta. Í kjölfar samþykktar rammaáætlunar verður öll stefnumótun hvað varðar orkunýtingu og landvernd skýrari. Við vitum hvar skal virkja og leyfisferlið fyrir kosti í virkjunarflokki verður einfaldara en áður þar sem sveitarfélög skulu gera ráð fyrir virkjuninni í skipulagsáætlunum sínum. Og um þá kosti sem falla í verndarflokk skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra gagnvart orkuvinnslu. Eftir að ég hef mælt fyrir þingsályktunartillögunni tekur við vinna með hana í þingnefndum og endanlegt ákvörðunarvald um rammaáætlun liggur að sjálfsögðu hjá Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í lögunum er kveðið á um að flokka beri virkjunarkosti í verndarflokk, orkunýtingarflokk eða þá biðflokk ef „fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa ekki nægilega afgerandi til kynna í hvorn flokkinn virkjunarkostirnir ættu að falla". Ákveðin varúðarsjónarmið liggja að baki þessari hugsun laganna varðandi biðflokkinn. Ferlið við gerð rammáætlunar er skýrt afmarkað í lögum og var því að öllu leyti fylgt við gerð þeirrar þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir. Þingsályktunartillagan byggir á tillögum verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar sem skilaði lokaskýrslu sinni til ráðherra þann 5. júlí 2011. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar. Var því farið í þá vegferð með formanni verkefnisstjórnar, formönnum þeirra faghópa sem stóðu að skýrslunni og fulltrúum iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis að koma tillögum verkefnisstjórnar í þingtækan búning. Þeirri vinnu lauk í ágúst 2011 og þann 19. ágúst voru drög að þingsályktunartillögunni send í hið lögbundna 12 vikna umsagnarferli. Yfir 200 umsagnir bárust og er þingsályktunartillagan sem nú er lögð fram að mestu samhljóða drögunum sem send voru í umsagnarferlið og tóku alls til 69 virkjanakosta. Gerðar eru þó breytingar í þá veru að virkjunarkostir á tveimur svæðum eru færðir úr nýtingarflokk í biðflokk, í ljósi nýrra upplýsinga sem borist höfðu í umsagnarferlinu. Allt er þetta ferli í samræmi við Árósarsamninginn sem innleiddur var í íslensk lög í lok síðasta árs og kveður m.a. á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Það kemur ekki á óvart að nokkurs óþols gæti hjá sumum vegna þeirrar ákvörðunar að færa umrædda virkjunarkosti í biðflokk. En rétt skal vera rétt – og það er mikilvægt að við freistumst ekki til að stytta okkur leið í jafn viðamiklu máli og rammaáætlun er. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að biðflokkur er ekki geymsla fyrir umdeilda virkjunarkosti og ný verkefnisstjórn rammaáætlunar skal skila áfangaskýrslu til ráðherra fyrir 1. september 2013 um þær sértæku rannsóknir um áhrif virkjana á laxfiska sem lagt er til að verði gerðar í Þjórsá, hafi hún ekki þá þegar lagt fram nýja tillögu að flokkun. Í framhaldi af því mun ráðherra kynna Alþingi skýrsluna og, eftir atvikum, leggja fram nýja tillögu um flokkun viðkomandi virkjunarkosta. Í kjölfar samþykktar rammaáætlunar verður öll stefnumótun hvað varðar orkunýtingu og landvernd skýrari. Við vitum hvar skal virkja og leyfisferlið fyrir kosti í virkjunarflokki verður einfaldara en áður þar sem sveitarfélög skulu gera ráð fyrir virkjuninni í skipulagsáætlunum sínum. Og um þá kosti sem falla í verndarflokk skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu þeirra gagnvart orkuvinnslu. Eftir að ég hef mælt fyrir þingsályktunartillögunni tekur við vinna með hana í þingnefndum og endanlegt ákvörðunarvald um rammaáætlun liggur að sjálfsögðu hjá Alþingi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar