Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland 20. apríl 2012 06:00 Breivik heilsaði ekki að nasista-sið þegar hann gekk í dómsalinn í gær. Verjandi hans, Geir Lippestad, fylgdist með framburði hans.nordicphotos/afp Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. birgirh@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. birgirh@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira