Nær uppselt er á allar átján fyrirhugaðar sýningar Afmælisveislunnar eftir Nóbelskáldið Harold Pinter, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld.
Guðjón Pedersen, leikstjóri Afmælisveislunnar, segist ekki vita hvað dregur fólk í leikhús að vori til að hofa á verk sem ekki er gamanleikur.
„Við erum alltaf að reyna að skilja áhorfandann betur en hann kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart. Hugsanlega skýrist áhuginn af því að þegar koma upp kreppur í samfélögum virðast áhorfendur leita í klassíkina. Hún hjálpar okkur oft að skilja hlutina í stærra samhengi en endurspeglar ekki dægurþrasið," segir Guðjón.- bs, kg
Nær uppselt á allar sýningar
