Lögregla vill bát til eftirlits á Breiðafirði 5. maí 2012 10:00 breiðafjörður Eftir að arnarhreiðri var spillt í eyju á Breiðafirði vaknaði umræða um hvort lögreglan gæti haldið uppi fullnægjandi löggæslu á svæðinu. mynd/róbert a. stefánsson Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira