Brandarinn um Boot Camp Sóley Tómasdóttir og Torfi Hjartarson skrifar 10. maí 2012 06:00 Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupplifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verðmæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hagsmunum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipulagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúðasniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgir mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssamgöngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Bandaríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafnvel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliðaárnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupplifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verðmæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hagsmunum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipulagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúðasniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgir mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssamgöngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Bandaríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafnvel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliðaárnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun