Vondar fyrirmyndir á Alþingi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. maí 2012 06:00 Vanskil ársreikninga til réttra yfirvalda virðast landlægur vandi á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að vel á fjórða þúsund félaga hefðu ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010 til ríkisskattstjóra, eins og þeim ber lögum samkvæmt. Málum sex félaga hefur verið vísað til skattrannsóknarstjóra af þessum völdum. Þetta er vandamál af mörgum ástæðum. Skattayfirvöld geta ekki haft nauðsynlegt eftirlit með því að fyrirtækin standi skil á sköttum og skyldum. Trassaskapurinn kemur sömuleiðis niður á gegnsæi í viðskiptalífinu; um eignarhald, umsvif, skuldastöðu og margt annað. Að skila ekki ársreikningi á réttum tíma er að sjálfsögðu klárt brot á lögum, sem Alþingi hefur sett. Enda setti þingið í lögin um ársreikninga ákvæði um viðurlög í formi fésekta. En hvernig fyrirmynd eru þá stjórnmálaflokkarnir, sem stóðu að því að setja lögin? Í fyrradag kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemina á síðasta ári. Í formála að henni gagnrýnir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi stjórnmálaflokkana harðlega fyrir að skila ekki ársreikningum sínum til Ríkisendurskoðunar á réttum tíma. „Ítrekað kemur fyrir að flokkar og frambjóðendur skila ekki upplýsingum til stofnunarinnar innan settra tímafresta. Til dæmis höfðu fjórir flokkar ekki skilað reikningum sínum vegna ársins 2010 fyrir 1. október 2011. Ég tel ámælisvert að flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi skuli ekki virða þau tímamörk sem þingið hefur sjálft sett þeim með lögum," segir ríkisendurskoðandi. Þetta er alveg laukrétt hjá Sveini Arasyni. Lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi, af þingmönnum allra flokka sem þá áttu þar sæti. Í þeim eru svipuð ákvæði og í lögunum um ársreikninga, um að lagðar skuli fésektir á þá sem uppfylla ekki skilyrði þeirra. Þingmenn eru formenn flestra flokkanna og bera ábyrgð á starfsemi þeirra. Af hverju ætli þeim þyki svona erfitt að fara eftir lögum sem þeir settu sjálfir? Auðvitað hefur ekki staðið á afsökunum og útskýringum þegar spurt hefur verið af hverju flokkar skili ekki ársreikningum á réttum tíma. Annir, handvömm, erfitt að safna saman upplýsingunum. Þetta eru sömu afsakanirnar og koma frá fyrirtækjum sem einhverra hluta vegna lenda í fréttum fyrir að skila ekki reikningum. Grundvallarspurningin er auðvitað þessi: Hvernig í ósköpunum geta alþingismenn ætlazt til þess að aðrir fari eftir lögum sem Alþingi setur ef þeir treysta sér ekki til þess sjálfir? Stjórnmálaflokkarnir þurfa að hysja upp um sig og koma þessum málum í lag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Vanskil ársreikninga til réttra yfirvalda virðast landlægur vandi á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að vel á fjórða þúsund félaga hefðu ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010 til ríkisskattstjóra, eins og þeim ber lögum samkvæmt. Málum sex félaga hefur verið vísað til skattrannsóknarstjóra af þessum völdum. Þetta er vandamál af mörgum ástæðum. Skattayfirvöld geta ekki haft nauðsynlegt eftirlit með því að fyrirtækin standi skil á sköttum og skyldum. Trassaskapurinn kemur sömuleiðis niður á gegnsæi í viðskiptalífinu; um eignarhald, umsvif, skuldastöðu og margt annað. Að skila ekki ársreikningi á réttum tíma er að sjálfsögðu klárt brot á lögum, sem Alþingi hefur sett. Enda setti þingið í lögin um ársreikninga ákvæði um viðurlög í formi fésekta. En hvernig fyrirmynd eru þá stjórnmálaflokkarnir, sem stóðu að því að setja lögin? Í fyrradag kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemina á síðasta ári. Í formála að henni gagnrýnir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi stjórnmálaflokkana harðlega fyrir að skila ekki ársreikningum sínum til Ríkisendurskoðunar á réttum tíma. „Ítrekað kemur fyrir að flokkar og frambjóðendur skila ekki upplýsingum til stofnunarinnar innan settra tímafresta. Til dæmis höfðu fjórir flokkar ekki skilað reikningum sínum vegna ársins 2010 fyrir 1. október 2011. Ég tel ámælisvert að flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi skuli ekki virða þau tímamörk sem þingið hefur sjálft sett þeim með lögum," segir ríkisendurskoðandi. Þetta er alveg laukrétt hjá Sveini Arasyni. Lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi, af þingmönnum allra flokka sem þá áttu þar sæti. Í þeim eru svipuð ákvæði og í lögunum um ársreikninga, um að lagðar skuli fésektir á þá sem uppfylla ekki skilyrði þeirra. Þingmenn eru formenn flestra flokkanna og bera ábyrgð á starfsemi þeirra. Af hverju ætli þeim þyki svona erfitt að fara eftir lögum sem þeir settu sjálfir? Auðvitað hefur ekki staðið á afsökunum og útskýringum þegar spurt hefur verið af hverju flokkar skili ekki ársreikningum á réttum tíma. Annir, handvömm, erfitt að safna saman upplýsingunum. Þetta eru sömu afsakanirnar og koma frá fyrirtækjum sem einhverra hluta vegna lenda í fréttum fyrir að skila ekki reikningum. Grundvallarspurningin er auðvitað þessi: Hvernig í ósköpunum geta alþingismenn ætlazt til þess að aðrir fari eftir lögum sem Alþingi setur ef þeir treysta sér ekki til þess sjálfir? Stjórnmálaflokkarnir þurfa að hysja upp um sig og koma þessum málum í lag.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun