Pólitík eða gæði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. maí 2012 06:00 Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Þar að auki er alltof stórum hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem þó eru til úthlutað pólitískt, en ekki eftir gæðum rannsóknanna eða hæfni vísindamannanna. Þetta var kjarninn í málflutningi Þórólfs Þórlindssonar prófessors í samtali í Fréttablaðinu í fyrradag. Þórólfur er einn 544 vísindamanna sem skrifað hafa undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra um að efla samkeppnissjóði, þar sem notað er jafningjamat við úthlutun fjár til rannsókna. Það þýðir í stuttu máli að alþjóðlegur hópur óháðra vísindamanna metur umsóknir um styrki áður en ákveðið er hvaða rannsóknir skuli styrktar. Hér á landi er um það bil 16% opinbers rannsóknafjár úthlutað með þessum hætti, samanborið við 30-40% í hinum norrænu ríkjunum og 85% í Bandaríkjunum. Talsverðum hluta þessa fjár er úthlutað úr sjóðum þar sem fulltrúar hagsmunaaðila eða stjórnmála úthluta peningum út frá öðrum viðmiðum en gæðum rannsóknanna. Afgangurinn, 84%, fer beint til rannsóknastofnana eða verkefna, iðulega án nauðsynlegs gæðamats og -eftirlits. Í áskorun vísindamannanna er vísað til nýlegra draga að skýrslu Vísinda- og tækniráðs um einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu. Í henni segir meðal annars: „Greining á fjárveitingum sýnir glöggt að framlög eru ekki byggð á heildstæðri stefnu um markmið fjárveitinga, heldur á staðbundnum þörfum stofnana, atvinnugreina og byggðarlaga." Þar eru ennfremur færð rök fyrir því að stuðningur við vísindi og nýsköpun á Íslandi sé fastur í úreltum hugsunarhætti þar sem einblínt er á nýtingu náttúruauðlinda og styrki til rannsókna í hefðbundnum greinum á borð við landbúnað og sjávarútveg, en þekkingariðnaðurinn fær takmarkaðan stuðning. „Vaxandi nauðsyn á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda takmarkar mjög þá verðmætasköpun sem fram að þessu hefur byggt á aukinni sókn í þær. Verðmætasköpun verður því að byggja á hugviti fremur en að auka nýtingu á náttúruauðlindum," segir í skýrsludrögunum. Við þurfum að komast út úr þessu kerfi þar sem einstakar atvinnugreinar einoka stóran hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem eru til ráðstöfunar í vísindarannsóknir vegna einhvers konar sögulegrar hefðar og stofnanir bítast um peninga á forsendum byggðapólitíkur ekki síður og jafnvel fremur en á forsendum gæða og framlags til vísindanna. Æskilegast væri auðvitað að hægt væri að auka verulega framlög til vísindarannsókna. Á meðan staðan er jafnþröng í ríkisfjármálunum og raun ber vitni er lágmarkskrafa að miklu stærri hluti peninga skattgreiðenda verði færður í samkeppnissjóði, þar sem beztu hugmyndirnar um rannsóknir í þágu verðmætasköpunar keppa á jafnréttisgrundvelli. Þannig sitja hefðbundnar greinar og vaxtargreinarnar við sama borð og fé skattgreiðenda nýtist betur. Svo er spurning hvort Katrín Jakobsdóttir og samráðherrar hennar – því að þeir þurfa margir að koma að verkefninu – hafi pólitískan kjark og þor til að hrista duglega upp í núverandi kerfi. Þar dugar ekkert minna en gagnger uppstokkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Þar að auki er alltof stórum hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem þó eru til úthlutað pólitískt, en ekki eftir gæðum rannsóknanna eða hæfni vísindamannanna. Þetta var kjarninn í málflutningi Þórólfs Þórlindssonar prófessors í samtali í Fréttablaðinu í fyrradag. Þórólfur er einn 544 vísindamanna sem skrifað hafa undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra um að efla samkeppnissjóði, þar sem notað er jafningjamat við úthlutun fjár til rannsókna. Það þýðir í stuttu máli að alþjóðlegur hópur óháðra vísindamanna metur umsóknir um styrki áður en ákveðið er hvaða rannsóknir skuli styrktar. Hér á landi er um það bil 16% opinbers rannsóknafjár úthlutað með þessum hætti, samanborið við 30-40% í hinum norrænu ríkjunum og 85% í Bandaríkjunum. Talsverðum hluta þessa fjár er úthlutað úr sjóðum þar sem fulltrúar hagsmunaaðila eða stjórnmála úthluta peningum út frá öðrum viðmiðum en gæðum rannsóknanna. Afgangurinn, 84%, fer beint til rannsóknastofnana eða verkefna, iðulega án nauðsynlegs gæðamats og -eftirlits. Í áskorun vísindamannanna er vísað til nýlegra draga að skýrslu Vísinda- og tækniráðs um einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu. Í henni segir meðal annars: „Greining á fjárveitingum sýnir glöggt að framlög eru ekki byggð á heildstæðri stefnu um markmið fjárveitinga, heldur á staðbundnum þörfum stofnana, atvinnugreina og byggðarlaga." Þar eru ennfremur færð rök fyrir því að stuðningur við vísindi og nýsköpun á Íslandi sé fastur í úreltum hugsunarhætti þar sem einblínt er á nýtingu náttúruauðlinda og styrki til rannsókna í hefðbundnum greinum á borð við landbúnað og sjávarútveg, en þekkingariðnaðurinn fær takmarkaðan stuðning. „Vaxandi nauðsyn á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda takmarkar mjög þá verðmætasköpun sem fram að þessu hefur byggt á aukinni sókn í þær. Verðmætasköpun verður því að byggja á hugviti fremur en að auka nýtingu á náttúruauðlindum," segir í skýrsludrögunum. Við þurfum að komast út úr þessu kerfi þar sem einstakar atvinnugreinar einoka stóran hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem eru til ráðstöfunar í vísindarannsóknir vegna einhvers konar sögulegrar hefðar og stofnanir bítast um peninga á forsendum byggðapólitíkur ekki síður og jafnvel fremur en á forsendum gæða og framlags til vísindanna. Æskilegast væri auðvitað að hægt væri að auka verulega framlög til vísindarannsókna. Á meðan staðan er jafnþröng í ríkisfjármálunum og raun ber vitni er lágmarkskrafa að miklu stærri hluti peninga skattgreiðenda verði færður í samkeppnissjóði, þar sem beztu hugmyndirnar um rannsóknir í þágu verðmætasköpunar keppa á jafnréttisgrundvelli. Þannig sitja hefðbundnar greinar og vaxtargreinarnar við sama borð og fé skattgreiðenda nýtist betur. Svo er spurning hvort Katrín Jakobsdóttir og samráðherrar hennar – því að þeir þurfa margir að koma að verkefninu – hafi pólitískan kjark og þor til að hrista duglega upp í núverandi kerfi. Þar dugar ekkert minna en gagnger uppstokkun.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun