
Hafið: Vagga lífsins og fjöregg Íslands
Árangur Íslendinga á þessu sviði og augljósir hagsmunir okkar hafa valdið því að tekið er mark á Íslandi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Íslendingar voru brautryðjendur í útfærslu landhelgi og lögsögu, sem síðar festist í sessi í alþjóðlegum hafrétti. Síðar voru íslensk stjórnvöld í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um mengun hafsins. Margt hefur áunnist á þessum sviðum, en málefni hafsins eru í brennidepli sem aldrei fyrr. Með vaxandi álagi á vistkerfi þurrlendisins beinast sjónir margra að auðlindum og tækifærum sem leynast í höfunum. Þau þekja 70% af jörðinni, en við þekkjum lífríki þeirra ekki til hlítar og eigum langt í land bæði með að vernda þau sem skyldi og nýta auðæfi þeirra á skynsamlegan og sjálfbæran hátt.
Ofveiði er víða vandamál, ekki síst hjá mörgum þróunarríkjum sem eru illa í stakk búin að nýta fiskistofna sína á sjálfbæran hátt og samkvæmt vísindalegri þekkingu. Mengun er víða alvarleg ógn, ekki síst í innhöfum og grunnsævi undan þéttbýlum strandsvæðum. Kóralrif og önnur lífauðug vistkerfi eiga mjög undir högg að sækja vegna mengunar, loftslagsbreytinga og skemmda af völdum skaðlegra veiðiaðferða. Vaxandi sókn er í olíu á hafsbotni, sem er stundum dýru verði keypt eins og olíuslysið á Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt.
Í stefnumótun um málefni hafanna er í vaxandi mæli horft til þess að samræma ólíka þætti í takt við fjölbreytta nýtingu á auðlindum sjávar og aukinn skilning á vistkerfinu. Samþætting umhverfisverndar og sjálfbærrar nýtingar er þar lykillinn að árangri. Það er rangt og skaðlegt að líta á vernd og nýtingu sem andstæður. Við okkur Íslendingum blasa fjölbreyttari not á auðlindum hafsins. Fiskeldi mun líklega fara vaxandi. Víða er hægt að nýta þang og kalkþörunga. Sjávarfallavirkjanir eru komnar á teikniborðið. Fjölbreytt og stórbrotin strandlengja Íslands er auðlind ferðaþjónustunnar ekki síður en víðerni hálendisins. Hvala- og selaskoðun skilar tekjum og styrkir byggðir. Á sama tíma skjóta nýjar ógnir upp kollinum, svo sem súrnun sjávar vegna losunar koldíoxíðs og möguleiki á stórauknum olíuflutningum nálægt Íslandsströndum. Allt þetta kallar á virka stefnumörkun Íslands í málefnum hafsins heima fyrir og öflugan málflutning á alþjóðasviðinu. Þar dugar ekki að orna sér við gamla sigra.
Stundum er eins og gjá sé á milli stefnu um nýtingu auðlinda hafsins annars vegar og um umhverfis- og náttúruvernd hins vegar. Slíkt gengur einfaldlega ekki. Vernd og nýting auðlinda hafsins eru tvær hliðar á sama peningi. Ísland þarf að vera öflugur málsvari umhverfisverndar á höfunum, hvort sem litið er til mengunar, loftslagsbreytinga eða verndar verðmætra vistkerfa. Ísland á einnig að beita sér fyrir sjónarmiðum sjálfbærrar nýtingar á heimamiðum, í viðræðum um flökkustofna og í þróunaraðstoð. Höfin geta verið gullkista allra jarðarbúa, en einungis ef við gætum vel að því að skilja vistkerfi þeirra og vernda lífríkið. Ísland á að setja metnað sinn í að vera leiðandi í þeirri umræðu.
Skoðun

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem form – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar

Wybory/Election/Kosningar
Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar

Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins?
Þórir Garðarsson skrifar

Hlíðarendi – hverfið mitt
Freyr Snorrason skrifar

Rétturinn til að hafa réttindi
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Chamberlain eða Churchill leiðin?
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands
Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar

Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir
Sara María Júlíudóttir skrifar

Flug er almenningsssamgöngur
Ari Trausti Guðmundsson skrifar