Styðja búsetu óháð formi 15. maí 2012 06:30 horft úr hallgrímskirkju Tillögurnar gera ráð fyrir samtímagreiðslu húsnæðisbóta óháð því hvort um leigu eða eign er að ræða. Kostnaðarauki miðað við núverandi kerfi er á bilnu 4 til 9 milljarðar króna, eftir úfærslum.fréttablaðið/vilhelm Nýtt kerfi húsnæðisbóta verður kynnt í dag. Það kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta. Um samtímagreiðslur verður að ræða og verða greiðslurnar óháðar því hvort fólk leigir eða á eigið húsnæði. Starfshópur leggur fram nokkrar útfærslur en ljóst er að kostnaður við bótakerfið mun aukast um milljarða frá því sem nú er. Vinnuhópur velferðarráðherra kynnir skýrslu sína um húsnæðisbætur í dag. Þar er lagt til að komið verði á fót nýju kerfi húsnæðisbóta og húsaleigubætur og vaxtabætur verði lagðar af. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður kerfið byggt á samtímagreiðslum. Starfshópurinn hefur sett upp nokkur dæmi um mismunandi upphæð bótanna. Miðað við fjöldaStarfshópurinn var skipaður 4. nóvember 2010 og í skipunarbréfi hans segir: „Fyrsta verkefni samráðshópsins er skoðun á úrræðum til að styrkja leigu- og búseturéttarkosti með það að markmiði að mæta stöðu sem upp er komin í húsnæðismálum í kjölfar efnahagsþrenginganna." Í því ljósi hefur starfshópurinn skoðað samspil húsaleigubóta og vaxtabóta og lagt nýja kerfið til. Bætur verða miðaðar við fjölda einstaklinga í heimili. Þá verða þær tengdar tekjum og hefur starf hópsins meðal annars lotið að því að finna tekjumörk við hæfi. Leiga verði raunverulegt valHilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, átti sæti í starfshópnum. Hann segir tillögur hópsins ríma vel við áherslur BSRB undanfarin ár um að jafna bótagreiðslur á milli ólíkra búsetuforma. „Markmið nefndarinnar var að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að heimili eigi raunverulegt val á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða. Ef þessar tillögur ganga eftir er það skref í rétta átt að því markmiði. Kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks hér á landi sem er nú í eigin húsnæði vill frekar búa í leiguhúsnæði, en framboðið er ekki nægt. Fjárhagsstuðningur við þá sem eiga húsnæði hefur verið umtalsvert meiri en við þá sem leigja en þessar tillögur jafna rétt fólks á bótum á milli hinna ólíku búsetuforma og það hefur verið eitt af baráttumálum BSRB undanfarin ár." Grunnbætur og stuðullBæturnar miðast við einn einstakling í heimili. Ofan á þær leggst margföldunarstuðull eftir því hversu margir eru í heimili, óháð aldri viðkomandi. Einstaklingur fær því, án tekjuskerðingar, 22 þúsund í bætur, tveir í heimili fá 1,4 sinnum 22 þúsund og stuðullinn breytist eftir því sem fjölgar í heimili upp í sex manns. Sami stuðull reiknast á frítekjumarkið.Í drögum að skýrslunni kemur fram að ekki var eining innan hópsins um hvaða tekjuskilgreining skyldi ráða við tekjuskerðinguna, en samstaða var þó um að allar skattskyldar tekjur skyldu telja til skerðingar. Tillaga hópsins verður kynnt í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frekari útfærsla bíður síðan velferðarráðherra og að lokum alþingismanna. Fréttir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Nýtt kerfi húsnæðisbóta verður kynnt í dag. Það kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta. Um samtímagreiðslur verður að ræða og verða greiðslurnar óháðar því hvort fólk leigir eða á eigið húsnæði. Starfshópur leggur fram nokkrar útfærslur en ljóst er að kostnaður við bótakerfið mun aukast um milljarða frá því sem nú er. Vinnuhópur velferðarráðherra kynnir skýrslu sína um húsnæðisbætur í dag. Þar er lagt til að komið verði á fót nýju kerfi húsnæðisbóta og húsaleigubætur og vaxtabætur verði lagðar af. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður kerfið byggt á samtímagreiðslum. Starfshópurinn hefur sett upp nokkur dæmi um mismunandi upphæð bótanna. Miðað við fjöldaStarfshópurinn var skipaður 4. nóvember 2010 og í skipunarbréfi hans segir: „Fyrsta verkefni samráðshópsins er skoðun á úrræðum til að styrkja leigu- og búseturéttarkosti með það að markmiði að mæta stöðu sem upp er komin í húsnæðismálum í kjölfar efnahagsþrenginganna." Í því ljósi hefur starfshópurinn skoðað samspil húsaleigubóta og vaxtabóta og lagt nýja kerfið til. Bætur verða miðaðar við fjölda einstaklinga í heimili. Þá verða þær tengdar tekjum og hefur starf hópsins meðal annars lotið að því að finna tekjumörk við hæfi. Leiga verði raunverulegt valHilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, átti sæti í starfshópnum. Hann segir tillögur hópsins ríma vel við áherslur BSRB undanfarin ár um að jafna bótagreiðslur á milli ólíkra búsetuforma. „Markmið nefndarinnar var að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að heimili eigi raunverulegt val á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða. Ef þessar tillögur ganga eftir er það skref í rétta átt að því markmiði. Kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks hér á landi sem er nú í eigin húsnæði vill frekar búa í leiguhúsnæði, en framboðið er ekki nægt. Fjárhagsstuðningur við þá sem eiga húsnæði hefur verið umtalsvert meiri en við þá sem leigja en þessar tillögur jafna rétt fólks á bótum á milli hinna ólíku búsetuforma og það hefur verið eitt af baráttumálum BSRB undanfarin ár." Grunnbætur og stuðullBæturnar miðast við einn einstakling í heimili. Ofan á þær leggst margföldunarstuðull eftir því hversu margir eru í heimili, óháð aldri viðkomandi. Einstaklingur fær því, án tekjuskerðingar, 22 þúsund í bætur, tveir í heimili fá 1,4 sinnum 22 þúsund og stuðullinn breytist eftir því sem fjölgar í heimili upp í sex manns. Sami stuðull reiknast á frítekjumarkið.Í drögum að skýrslunni kemur fram að ekki var eining innan hópsins um hvaða tekjuskilgreining skyldi ráða við tekjuskerðinguna, en samstaða var þó um að allar skattskyldar tekjur skyldu telja til skerðingar. Tillaga hópsins verður kynnt í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frekari útfærsla bíður síðan velferðarráðherra og að lokum alþingismanna.
Fréttir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent