180 kindum fargað vegna vanfóðrunar 16. maí 2012 08:00 fé vanrækt Verstu málin hafa komið upp hjá sauðfjárbændum sem eiga sjálfir um sárt að binda. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. fréttablaðið/vilhelm Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá Fréttir Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá
Fréttir Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira