Ráðuneytið segir Deloitte falsa tölur 16. maí 2012 09:00 Löndun Í greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins segir að niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um afleiðingar veiðigjalds séu ekki marktækar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira