Ríkiskaup hafa gert nýjan samning við Flugfélag Íslands um afsláttarkjör á flugsætum innanlands.
Allar opinberar stofnanir munu njóta að lágmarki 20 prósenta afsláttar af fullu verði sé greitt með svokölluðu Flugkorti Flugfélags Íslands. Þær stofnanir sem ekki eru með Flugkort þurfa að sækja um slíkt.
Þá munu þær stofnanir sem eiga verulega viðskipti við flugfélagið njóta enn betri kjara eða allt að 25 prósenta afsláttar.- mþl
