Oft er auðvelt fyrir þá sem kunna til að brjótast inn í tölvukerfi sem stýra eftirlitsmyndavélum. Þannig má nálgast upptökur úr vélunum og dreifa þeim, eða stöðva upptökur tímabundið, að því er fram kemur í nýjasta eintaki Vírsins, fréttabréfi áhættuþjónustu Deloitte.
Eigendur eftirlitsmyndavéla átta sig oft ekki á því hvernig hægt er að komast inn í myndavélakerfin í gegnum þráðlaust net. Þá hefur meirihlutinn ekki fyrir því að breyta lykilorðunum sem fylgja kerfunum frá framleiðanda. Hvort tveggja auðveldar tölvuþrjótum að brjótast inn í tölvukerfin. - bj
