Samhengi skuldanna Þórólfur Matthíasson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun