Gríman 2012 – íslensku sviðslistaverðlaunin Ása Richardsdóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. Leikárið um kring starfa fjórar valnefndir á vegum Grímunnar sem á fjórða tug einstaklinga skipa. Þetta fólk sækir leikhús, oft í viku, af einskærum áhuga og ástríðu. Valnefndarfólk Grímunnar hefur nú kosið þær sýningar og listafólk sem að þeirra mati hefur skarað fram úr í vetur – og tilnefnt verður til verðlauna í dag. Í stærstu sviðslistastofnunum landsins, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, hafa vel á þriðja tug verka verið frumflutt í vetur, í sviðssetningu fyrrnefndra stofnana og á vegum samstarfsfélaga þeirra úr röðum sjálfstæðra sviðslistahópa. Tugur verka hefur verið sviðsettur af hinum þremur meginstofnunum landsins, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum og í Útvarpsleikhúsinu á RÚV voru frumflutt 7 glæný íslensk verk. Þar fyrir utan hafa sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýnd á sjötta tug verka í vetur. Þessa grósku er ekki aðeins að finna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stærsti hluti verka er sýndur, heldur einnig landið um kring, frá Keflavík til Grindavíkur, til Borgarness, úti á Rifi á Snæfellsnesi, á Akureyri og víðar um landið. Leikhúsið fer æ oftar út fyrir eigin veggi og voru ýmis ný verk vetrarins sýnd á hótelum, skrifstofurýmum, í búðargluggum, á götum úti, í gömlum frystihúsum, svo fátt eitt sé talið. Sviðslistafólki er ekkert óviðkomandi og eru umfjöllunarefni verka vetrarins svo mörg að þau eru efni í aðra grein. En, ekkert af framangreindu væri mögulegt nema vegna þess að íslenskir áhorfendur hafa enn á ný sýnt í vetur að leikhúsið er þeim mikilvægt, sem griðarstaður, fyrir upplifun og skemmtun en einnig staður þar sem finna má nýjar hugmyndir, fegurð, ljótleika, hugljómun og dýpri sannleik. Íslenskar sviðslistir eru í sókn og sýna engin merki þess að yfir landið hafi dunið eitt stykki HRUN. Með nýju frumvarpi menningarmálaráðherra að sviðslistalögum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir fjölbreytta sviðslistastarfsemi í landinu. Ein mikilvægasta nýbreytni laganna er að stofnuð verði kynningarmiðstöð sviðslista sem hafi þann megin tilgang að efla alþjóðlegt samstarf íslensks sviðslistafólks og koma verkum þeirra á framfæri erlendis. Þrátt fyrir gott gengi einstakra sviðslistahópa á erlendri grundu er stór akur enn óplægður í þessum efnum sem til framtíðar mun skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri og listafólki sem og þjóðinni ný alþjóðleg viðmið og aukinn hróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. Leikárið um kring starfa fjórar valnefndir á vegum Grímunnar sem á fjórða tug einstaklinga skipa. Þetta fólk sækir leikhús, oft í viku, af einskærum áhuga og ástríðu. Valnefndarfólk Grímunnar hefur nú kosið þær sýningar og listafólk sem að þeirra mati hefur skarað fram úr í vetur – og tilnefnt verður til verðlauna í dag. Í stærstu sviðslistastofnunum landsins, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, hafa vel á þriðja tug verka verið frumflutt í vetur, í sviðssetningu fyrrnefndra stofnana og á vegum samstarfsfélaga þeirra úr röðum sjálfstæðra sviðslistahópa. Tugur verka hefur verið sviðsettur af hinum þremur meginstofnunum landsins, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum og í Útvarpsleikhúsinu á RÚV voru frumflutt 7 glæný íslensk verk. Þar fyrir utan hafa sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýnd á sjötta tug verka í vetur. Þessa grósku er ekki aðeins að finna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stærsti hluti verka er sýndur, heldur einnig landið um kring, frá Keflavík til Grindavíkur, til Borgarness, úti á Rifi á Snæfellsnesi, á Akureyri og víðar um landið. Leikhúsið fer æ oftar út fyrir eigin veggi og voru ýmis ný verk vetrarins sýnd á hótelum, skrifstofurýmum, í búðargluggum, á götum úti, í gömlum frystihúsum, svo fátt eitt sé talið. Sviðslistafólki er ekkert óviðkomandi og eru umfjöllunarefni verka vetrarins svo mörg að þau eru efni í aðra grein. En, ekkert af framangreindu væri mögulegt nema vegna þess að íslenskir áhorfendur hafa enn á ný sýnt í vetur að leikhúsið er þeim mikilvægt, sem griðarstaður, fyrir upplifun og skemmtun en einnig staður þar sem finna má nýjar hugmyndir, fegurð, ljótleika, hugljómun og dýpri sannleik. Íslenskar sviðslistir eru í sókn og sýna engin merki þess að yfir landið hafi dunið eitt stykki HRUN. Með nýju frumvarpi menningarmálaráðherra að sviðslistalögum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir fjölbreytta sviðslistastarfsemi í landinu. Ein mikilvægasta nýbreytni laganna er að stofnuð verði kynningarmiðstöð sviðslista sem hafi þann megin tilgang að efla alþjóðlegt samstarf íslensks sviðslistafólks og koma verkum þeirra á framfæri erlendis. Þrátt fyrir gott gengi einstakra sviðslistahópa á erlendri grundu er stór akur enn óplægður í þessum efnum sem til framtíðar mun skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri og listafólki sem og þjóðinni ný alþjóðleg viðmið og aukinn hróður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun