Stuðningsgrein: Ákaflega stoltur Íslendingur Margrét Dagmar Ericsdóttir skrifar 4. júní 2012 14:00 Ég hef átt þess kost að kynnast frá fyrstu hendi hluta af því ötula starfi sem núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorritt Moussaieff, inna af hendi í þágu Íslands. Það er okkar litla landi ómetanlegt að hafa slíkt fólk í forsvari. Ólafur Ragnar hefur á áratugalöngum ferli sínum byggt upp einstakt tengslanet um allan heim, bæði við aðra þjóðarleiðtoga og fjölmarga einstaklinga og stofnanir sem eru leiðandi á ýmsum sviðum. Hvað sem landsmönnum finnst um ákvarðanir um að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði, þá er ekki um það deilt að það vakti athygli á Íslandi og aðstæðum Íslendinga um allan heim og enginn forustumaður Íslands hefur haft slíka áheyrn á alþjóðavettvangi eins og Ólafur Ragnar. Eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, er einstakur dugnaðarforkur sem hvergi dregur af sér við að koma Íslandi og Íslendingum á framfæri á erlendri grund og það hefur í mörgum tilfellum reynst ómetanlegt. Við vorum svo lánsöm að fá Dorrit til liðs við okkur við gerð heimildarmyndarinnar Sólskinsdrengurinn. Dorrit var verndari myndarinnar og hefur verið ötull baráttumaður fyrir bættum hag einhverfra. Dorrit fékk Kate Winslet til að gefa sína vinnu og lesa enska þulartextann við myndina og í framhaldi af því stofnaði Kate Winslet góðgerðarsamtökin, The Golden Hat Foundation, til frekari stuðnings við einhverfa. Það er allt í lagi að geta þess að samtökin hafa nánast keypt alla sína aðkeyptu þjónustu frá Íslandi eins og heimasíðugerð og markaðsherferðir. Dorrit hefur verið einstaklega dugleg að hjálpa til með sinni einskæru og fallegu góðmennsku eins og hún er kunn fyrir. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins Íslandsvini eins og Dorrit Moussaieff. Hún elskar Ísland og það hefur verið gaman að kynnast einstaklingi sem ber jafn mikla virðingu fyrir Íslandi og sér jafn mikil tækifæri á Íslandi eins og hún gerir. Mér finnst það sérstakt og dásamlegt þar sem ég er Íslendingur og finnst Ísland bara vera Ísland, ekkert meira eða merkilegra en það. En ég hef kynnst landi mínu á annan og stórbrotnari veg eftir að ég kynntist þessari sterku hugsjónakonu og mikla Íslandsvini. Hún hefur kynnt mér landið á nýjan og töfrandi hátt og opnað augu mín fyrir því að taka því ekki sem sjálsögðum hlut. Hún hefur kennt mér að meta eigin þjóð og land að verðleikum og gert mig að ákaflega stoltum Íslendingi. Ég hef oft hugleitt að þar sem hún hefur kallað á viðhorfsbreytingu mína gagnvart eigin landi og þjóð, hvað hún og Ólafur Ragnar eru áhrifaríkir fulltrúar erlendis til gagns fyrir alla Íslendinga. Þess vegna kom mér ekki á óvart þegar Dorrit sagði mér að hún hefði sannfært Mörtu Stewart um að gera heilan sjónvarpsþátt um Ísland og íslenskar afurðir. Allt í þeim tilgangi að trekkja að ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum og til að selja meira af íslenskum vörum. Það besta við Dorrit og Ólaf er að þau sýna orð í verki og þannig nýtist það landi og þjóð beint. Dorrit var búin að segja mér að hún vildi meðal annars hafa kynningu á íslenska hestinum sem mér fannst frábært og sá fyrir mér myndir af hestum eða myndbrot af hestum og fannst það mjög góð hugmynd hjá henni. En Dorrit vill alltaf leggja sig alla fram þegar Ísland er annars vegar og kom ríðandi inn í eldhúsið í þættinum hennar Mörtu Stewart á þessum líka fallega íslenska gæðingi sem vakti þvílíka lukku allra viðstaddra. Hún kynnti meðal annars lopapeysuna okkar, smjörið og skyrið, fiskinn okkar, sælgætið og landið sem spennandi áfangastað svo eitthvað sé nefnt. Það vildi svo til að ég var í New York á þessum tíma og gat því verið í þættinum ásamt fleiri Íslendingum sem voru að kynna sínar vörur. Í þættinum var hún svo sannfærandi að ég sem Íslendingur gat ekki einu sinni beðið eftir því að komast heim aftur og smakka allt þetta ljúfmeti sem hún kynnti þarna. Svoleiðis upplifi ég forsetahjónin, Ólaf Ragnar og Dorrit, þau eru í þessu af lífi og sál og vilja allt það besta fyrir land sitt og þjóð. Ég styð því Ólaf Ragnar Grímsson heilshugar til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands og vona að Íslendingar eigi eftir að njóta krafta þeirra hjóna áfram, okkur til hagsbóta og farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef átt þess kost að kynnast frá fyrstu hendi hluta af því ötula starfi sem núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorritt Moussaieff, inna af hendi í þágu Íslands. Það er okkar litla landi ómetanlegt að hafa slíkt fólk í forsvari. Ólafur Ragnar hefur á áratugalöngum ferli sínum byggt upp einstakt tengslanet um allan heim, bæði við aðra þjóðarleiðtoga og fjölmarga einstaklinga og stofnanir sem eru leiðandi á ýmsum sviðum. Hvað sem landsmönnum finnst um ákvarðanir um að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði, þá er ekki um það deilt að það vakti athygli á Íslandi og aðstæðum Íslendinga um allan heim og enginn forustumaður Íslands hefur haft slíka áheyrn á alþjóðavettvangi eins og Ólafur Ragnar. Eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, er einstakur dugnaðarforkur sem hvergi dregur af sér við að koma Íslandi og Íslendingum á framfæri á erlendri grund og það hefur í mörgum tilfellum reynst ómetanlegt. Við vorum svo lánsöm að fá Dorrit til liðs við okkur við gerð heimildarmyndarinnar Sólskinsdrengurinn. Dorrit var verndari myndarinnar og hefur verið ötull baráttumaður fyrir bættum hag einhverfra. Dorrit fékk Kate Winslet til að gefa sína vinnu og lesa enska þulartextann við myndina og í framhaldi af því stofnaði Kate Winslet góðgerðarsamtökin, The Golden Hat Foundation, til frekari stuðnings við einhverfa. Það er allt í lagi að geta þess að samtökin hafa nánast keypt alla sína aðkeyptu þjónustu frá Íslandi eins og heimasíðugerð og markaðsherferðir. Dorrit hefur verið einstaklega dugleg að hjálpa til með sinni einskæru og fallegu góðmennsku eins og hún er kunn fyrir. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins Íslandsvini eins og Dorrit Moussaieff. Hún elskar Ísland og það hefur verið gaman að kynnast einstaklingi sem ber jafn mikla virðingu fyrir Íslandi og sér jafn mikil tækifæri á Íslandi eins og hún gerir. Mér finnst það sérstakt og dásamlegt þar sem ég er Íslendingur og finnst Ísland bara vera Ísland, ekkert meira eða merkilegra en það. En ég hef kynnst landi mínu á annan og stórbrotnari veg eftir að ég kynntist þessari sterku hugsjónakonu og mikla Íslandsvini. Hún hefur kynnt mér landið á nýjan og töfrandi hátt og opnað augu mín fyrir því að taka því ekki sem sjálsögðum hlut. Hún hefur kennt mér að meta eigin þjóð og land að verðleikum og gert mig að ákaflega stoltum Íslendingi. Ég hef oft hugleitt að þar sem hún hefur kallað á viðhorfsbreytingu mína gagnvart eigin landi og þjóð, hvað hún og Ólafur Ragnar eru áhrifaríkir fulltrúar erlendis til gagns fyrir alla Íslendinga. Þess vegna kom mér ekki á óvart þegar Dorrit sagði mér að hún hefði sannfært Mörtu Stewart um að gera heilan sjónvarpsþátt um Ísland og íslenskar afurðir. Allt í þeim tilgangi að trekkja að ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum og til að selja meira af íslenskum vörum. Það besta við Dorrit og Ólaf er að þau sýna orð í verki og þannig nýtist það landi og þjóð beint. Dorrit var búin að segja mér að hún vildi meðal annars hafa kynningu á íslenska hestinum sem mér fannst frábært og sá fyrir mér myndir af hestum eða myndbrot af hestum og fannst það mjög góð hugmynd hjá henni. En Dorrit vill alltaf leggja sig alla fram þegar Ísland er annars vegar og kom ríðandi inn í eldhúsið í þættinum hennar Mörtu Stewart á þessum líka fallega íslenska gæðingi sem vakti þvílíka lukku allra viðstaddra. Hún kynnti meðal annars lopapeysuna okkar, smjörið og skyrið, fiskinn okkar, sælgætið og landið sem spennandi áfangastað svo eitthvað sé nefnt. Það vildi svo til að ég var í New York á þessum tíma og gat því verið í þættinum ásamt fleiri Íslendingum sem voru að kynna sínar vörur. Í þættinum var hún svo sannfærandi að ég sem Íslendingur gat ekki einu sinni beðið eftir því að komast heim aftur og smakka allt þetta ljúfmeti sem hún kynnti þarna. Svoleiðis upplifi ég forsetahjónin, Ólaf Ragnar og Dorrit, þau eru í þessu af lífi og sál og vilja allt það besta fyrir land sitt og þjóð. Ég styð því Ólaf Ragnar Grímsson heilshugar til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands og vona að Íslendingar eigi eftir að njóta krafta þeirra hjóna áfram, okkur til hagsbóta og farsældar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun