Einstök aðgerð bjargaði lífi 9. júní 2012 14:00 Andemariam starfar nú fyrir ÍSOR eftir að hafa numið jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Áður hafði hann stundað nám við jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjórar.magnusl@frettabladid.is Plastbarkamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjórar.magnusl@frettabladid.is
Plastbarkamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira