I save Arnþór Gunnarsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og búsáhaldabyltingunni hafa margir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi einstaklingur með sterkan persónuleika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörgum til mikillar furðu bólaði ekkert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefnilega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrásarveislunum, ýmist sem boðsgestur eða þá að hann hélt þær sjálfur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í aukahlutverki, enda létu þá ýmsir leikstjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorfenda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlutverkunum og nú orðið er hann einfaldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsældir hans meðal áhorfenda hafa aukist til muna. Reyndar er orðið vafasamt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakendur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hvenær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og búsáhaldabyltingunni hafa margir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi einstaklingur með sterkan persónuleika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörgum til mikillar furðu bólaði ekkert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefnilega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrásarveislunum, ýmist sem boðsgestur eða þá að hann hélt þær sjálfur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í aukahlutverki, enda létu þá ýmsir leikstjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorfenda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlutverkunum og nú orðið er hann einfaldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsældir hans meðal áhorfenda hafa aukist til muna. Reyndar er orðið vafasamt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakendur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hvenær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun