Styður áheyrnaraðild að Norðurskautsráði 14. júní 2012 06:30 norræn samvinna Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, hefur sagt að ekki komi til greina að Kína fái áheyrnaraðild að Norðurskautsráði við núverandi aðstæður. Ísland styður áheyrnaraðild Kína. Störe talar hér á fundi Norðurlandaráðs árið 2010. Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður. „Við höfum stutt aðild Kína að Norðurskautsráðinu, en við höfum líka reynt að beita okkur fyrir því að bæta sambúð Kína og Noregs," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það var meðal annars eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir tók upp í heimsókn Wen Jiabao, kínverska forsætisráðherrans, hér á dögunum. Ég hef sömuleiðis tekið þetta upp við Kínverja og Norðmenn." Össur segist vonast eftir meiri þíðu í samskiptum ríkjanna og segir Íslendinga, ásamt öðrum þjóðum, vinna að því. En er ekki eðlilegt að styðja Norðmenn gegn áheyrnaraðild Kínverja? „Hvað er afstaða Norðmanna sterk til þess? Ég hef skilið Norðmenn, fram á alla síðustu mánuði, með þeim hætti að þeir séu því hlynntir að ýmsar þjóðir fái áheyrnaraðild, svo fremi sem þær uppfylli ákveðin skilyrði sem verið er að móta núna." Össur segir þetta hafa verið afstöðu allra ríkjanna, að uppfylla verði ákveðin skilyrði eigi áheyrnaraðild að fást. Þau sé verið að móta. „Það held ég að sé hin opinbera lína Norðmanna. Ég hef auðvitað orðið var við það að þeir hafa lyft þessu sem vopni á síðustu mánuðum, en engar óskir hafa borist til annarra þjóða, svo mér sé kunnugt um, um að breyta þeirri afstöðu sem þær hafa." Össur segir að komi slík ósk fram verði tekin afstaða til hennar. Hann segir viðskiptahagsmuni gagnvart Kínverjum ekki lita afstöðu Íslendinga. Kína sé mikilvægur framtíðarmarkaður, en eins og sakir standi nú skipti utanríkisverslun við Kínverja ekki sköpum. „Við erum lítil þjóð sem reynum að eiga góða sambúð við allar þjóðir, stórveldin og líka millistórar þjóðir eins og Norðmenn. Þannig lifa litlar þjóðir af, án þess þó að slá í nokkru af sínum prinsippum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira