Tölum hreint út um spillingu og þöggun 15. júní 2012 06:30 Herdís Þorgeirsdóttir Forsetaframbjóðandinn heimsótti CCP á dögunum og ræddi um framboðið við starfsfólk fyrirtækisins. fréttablaðið/gva Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira