Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn 19. júní 2012 06:00 Hannes segir mikilvægt að Íslendingar kjósi þá persónu sem þeir vilji sjá á Bessastöðum næstu fjögur árin. Fréttablaðið/stefán Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." katrin@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira
Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." katrin@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira