Þór en ekki Þóra Eva Björk Kaaber skrifar 25. júní 2012 06:00 Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands?
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar