Jafnréttið og prinsippfesta Jóhönnu Björn Bjarnason skrifar 26. júní 2012 10:00 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni „að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. Ritstjórinn telur að málið gegn Jóhönnu sé „algjörlega sambærilegt“ við mál gegn mér í apríl 2004 þegar þáverandi kærunefnd jafnréttismála gaf út álit vegna skipunar í embætti hæstaréttardómara. Þessi fullyrðing ritstjórans stenst ekki. Jafnréttislögum hefur verið breytt, auk þess samdi ég við Hjördísi Hákonardóttur, sem kærði til nefndarinnar, með vísan til nefndarálitsins. Jóhanna hefur hins vegar með ótvíræðum hætti brotið gegn jafnréttislögum að mati þeirra yfirvalda sem eiga síðasta orðið um það efni. Hún hefur auk þess að mati héraðsdómara sýnt kæranda til nefndarinnar lítilsvirðingu. Ólafur Þ. minnir á kröfu Jóhönnu frá 16. apríl 2004 um að ég segði af mér ráðherraembætti vegna álits kærunefndarinnar og segir Jóhönnu hafa gerst seka um tvískinnung með því að gera aðra kröfu til mín en sjálfrar sín. Hann segir augljóst að Jóhanna segi ekki af sér en lýkur leiðaranum með þessari spurningu: „En er til of mikils mælzt að hún [Jóhanna] biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?“ Spunaliði Jóhönnu tekur til málsHinn 26. janúar 2012 réð Jóhanna Sigurðardóttir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði hún án þess að auglýsa starfið eða að umsækjandi þyrfti að sæta nokkru hæfnismati. Jóhanna valdi Jóhann Hauksson blaðamann til að gegna embætti „upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar“. Hann hefur hins vegar sýnt með skrifum sínum að hann lítur á sig sem spunaliða Jóhönnu og sem slíkur brást hann við leiðara Ólafs Þ. Stephensens með grein í Fréttablaðinu laugardaginn 23. júní 2012 undir fyrirsögninni: Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann segir að Jóhanna hafi í góðri trú ekki skipað Önnu Kristínu Ólafsdóttur í starf í forsætisráðuneytinu eða „nr. 5“ eins og hann kallar hana, líklega í virðingarskyni. Jóhanna hafi af prinsippástæðum ekki viljað „fara í hart“ gegn Önnu Kristínu. Jóhanna var þó dæmd fyrir að lítilsvirða hana. Þá hafi Jóhanna af prinsippástæðum ekki viljað „véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála“. Jóhanna skipaði þó sérstakan rýnihóp í því skyni. Eftir að hafa spunnið þennan þráð snýr Jóhann Hauksson sér að skipan dómara í hæstarétt sumarið 2003 og segir að Hjördís Hákonardóttir hafi verið „hæfasti umsækjandinn“. Hvaðan Jóhann hefur það veit ég ekki, hæstiréttur sjálfur taldi tvo karlmenn helst koma til álita vegna ágætis þeirra og hæfileika. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir Jóhönnu af prinsippfestu hafa skipað hæfasta manninn þótt hún hafi brotið lög með því að hafna Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Grein sinni lýkur Jóhann Hauksson á þessum orðum: „Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?“ Hér kýs upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar að láta þess ógetið að við Hjördís Hákonardóttir sömdum 17. nóvember 2005. Í niðurstöðu okkar fólust fullar sættir sem má jafna til velvirðingar af minni hálfu í hennar garð. Það er til marks um lélegan málstað þeirra sem vilja verja brot Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á jafnréttislögunum og lítilsvirðinguna sem hún hefur verið dæmd fyrir að sýna Önnu Kristínu Ólafsdóttur að tönnlast, Jóhönnu til afsökunar, á ágreiningi um túlkun á jafnréttislögum frá árinu 2004 sem var jafnaður með sátt aðila þess máls. Þá taldi Jóhanna að viðkomandi ráðherra ætti að víkja úr embætti. Hún breytti síðan jafnréttislögum til að herða á því að ráðherrar fylgdu þeim við mannaráðningar. Nú segir hún fagnaðarefni og jafnréttisbaráttunni til framdráttar að hún, forsætisráðherrann, sé dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Er nema von að menn velti fyrir sér prinsippfestunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Forsetakosningar 2012 Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni „að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. Ritstjórinn telur að málið gegn Jóhönnu sé „algjörlega sambærilegt“ við mál gegn mér í apríl 2004 þegar þáverandi kærunefnd jafnréttismála gaf út álit vegna skipunar í embætti hæstaréttardómara. Þessi fullyrðing ritstjórans stenst ekki. Jafnréttislögum hefur verið breytt, auk þess samdi ég við Hjördísi Hákonardóttur, sem kærði til nefndarinnar, með vísan til nefndarálitsins. Jóhanna hefur hins vegar með ótvíræðum hætti brotið gegn jafnréttislögum að mati þeirra yfirvalda sem eiga síðasta orðið um það efni. Hún hefur auk þess að mati héraðsdómara sýnt kæranda til nefndarinnar lítilsvirðingu. Ólafur Þ. minnir á kröfu Jóhönnu frá 16. apríl 2004 um að ég segði af mér ráðherraembætti vegna álits kærunefndarinnar og segir Jóhönnu hafa gerst seka um tvískinnung með því að gera aðra kröfu til mín en sjálfrar sín. Hann segir augljóst að Jóhanna segi ekki af sér en lýkur leiðaranum með þessari spurningu: „En er til of mikils mælzt að hún [Jóhanna] biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?“ Spunaliði Jóhönnu tekur til málsHinn 26. janúar 2012 réð Jóhanna Sigurðardóttir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði hún án þess að auglýsa starfið eða að umsækjandi þyrfti að sæta nokkru hæfnismati. Jóhanna valdi Jóhann Hauksson blaðamann til að gegna embætti „upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar“. Hann hefur hins vegar sýnt með skrifum sínum að hann lítur á sig sem spunaliða Jóhönnu og sem slíkur brást hann við leiðara Ólafs Þ. Stephensens með grein í Fréttablaðinu laugardaginn 23. júní 2012 undir fyrirsögninni: Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann segir að Jóhanna hafi í góðri trú ekki skipað Önnu Kristínu Ólafsdóttur í starf í forsætisráðuneytinu eða „nr. 5“ eins og hann kallar hana, líklega í virðingarskyni. Jóhanna hafi af prinsippástæðum ekki viljað „fara í hart“ gegn Önnu Kristínu. Jóhanna var þó dæmd fyrir að lítilsvirða hana. Þá hafi Jóhanna af prinsippástæðum ekki viljað „véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála“. Jóhanna skipaði þó sérstakan rýnihóp í því skyni. Eftir að hafa spunnið þennan þráð snýr Jóhann Hauksson sér að skipan dómara í hæstarétt sumarið 2003 og segir að Hjördís Hákonardóttir hafi verið „hæfasti umsækjandinn“. Hvaðan Jóhann hefur það veit ég ekki, hæstiréttur sjálfur taldi tvo karlmenn helst koma til álita vegna ágætis þeirra og hæfileika. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir Jóhönnu af prinsippfestu hafa skipað hæfasta manninn þótt hún hafi brotið lög með því að hafna Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Grein sinni lýkur Jóhann Hauksson á þessum orðum: „Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?“ Hér kýs upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar að láta þess ógetið að við Hjördís Hákonardóttir sömdum 17. nóvember 2005. Í niðurstöðu okkar fólust fullar sættir sem má jafna til velvirðingar af minni hálfu í hennar garð. Það er til marks um lélegan málstað þeirra sem vilja verja brot Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á jafnréttislögunum og lítilsvirðinguna sem hún hefur verið dæmd fyrir að sýna Önnu Kristínu Ólafsdóttur að tönnlast, Jóhönnu til afsökunar, á ágreiningi um túlkun á jafnréttislögum frá árinu 2004 sem var jafnaður með sátt aðila þess máls. Þá taldi Jóhanna að viðkomandi ráðherra ætti að víkja úr embætti. Hún breytti síðan jafnréttislögum til að herða á því að ráðherrar fylgdu þeim við mannaráðningar. Nú segir hún fagnaðarefni og jafnréttisbaráttunni til framdráttar að hún, forsætisráðherrann, sé dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Er nema von að menn velti fyrir sér prinsippfestunni?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun