Um 57% styðja Ólaf Ragnar 29. júní 2012 07:00 Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls segjast 57 prósent ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Það er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum, þegar 58 prósent sögðust styðja Ólaf, en fram að því hafði stuðningur við Ólaf aukist jafnt og þétt milli kannana.Mynd/FréttablaðiðÞóra Arnórsdóttir er með rúman helming af fylgi Ólafs Ragnars samkvæmt könnuninni. Um 30,8 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast ætla að kjósa Þóru. Fyrir tveimur vikum var hlutfallið lægra, um 27,8 prósent, en hafði þá fallið verulega frá því það mældist hæst snemma í apríl, um 46,5 prósent. „Þetta segir okkur að Ólafur og Þóra eru að bæta við sig á lokasprettinum. Það er skiljanleg og líkleg niðurstaða að tveir efstu frambjóðendurnir bæti við sig þar sem fólk fer í einhverjum mæli að kjósa taktískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stuðningur við aðra frambjóðendur ýmist stendur í stað eða dalar milli kannana. 7,5 prósent ætla að kjósa Ara Trausta Guðmundsson, samanborið við átta prósent fyrir tveimur vikum. Breytingar milli kannana eru innan skekkjumarka hjá öðrum en Hannesi. Um 2,6 prósent styðja Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,7 prósent Andreu J. Ólafsdóttur. Hannes Bjarnason nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 0,3 prósenta kjósenda. Tæpur fjórðungur kjósenda segist enn ekki hafa gert upp hug sinn. Um 23,2 prósent tóku ekki afstöðu til neinna frambjóðenda. Það er heldur lægra hlutfall en í síðustu könnun, þegar 27,8 prósent voru óákveðin. Talsverður munur er á niðurstöðum skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar eftir því hver gerir könnunina. Þannig sýndi skoðanakönnun sem Capacent gerði dagana 14. til 20. júní að Ólafur Ragnar nyti stuðnings 45 prósenta en Þóra Arnórsdóttir 37 prósenta. Gunnar Helgi segir ýmsar skýringar geta verið á mismunandi niðurstöðum úr skoðanakönnunum. Aðferðafræðin er ólík. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er hringt í kjósendur tvö kvöld í röð, en Capacent gerir netkannanir. Gunnar Helgi bendir á að mögulega séu stuðningsmenn Ólafs Ragnars ákveðnari í því sem þeir ætla að kjósa en þeir sem ætla að kjósa einhvern annan. Því sé ekki ólíklegt að fylgi hans mælist hærra en það sé í raun og veru. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er reiknað með því að óákveðnir skiptist á sama hátt og þeir sem taka afstöðu, sem þarf ekki að verða niðurstaðan þegar í kjörklefann er komið.brjann@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels