Mikil frjódreifing var í Reykjavík í júní enda mánuðurinn óvenjuþurr. Heildarfjöldi frjókorna í júní reyndist 1.841 frjó á rúmmetra. Aðeins í fyrra mældust þau fleiri.
Á Akureyri var júní einnig þurrviðrasamur og hlýr. Frjókorn þar mældust yfir meðallagi miðað við árin 1998-2011, eða 235 frjó á rúmmetra lofts.
Aðalfrjótími grasa á Íslandi er fram undan en hámarkinu er yfirleitt náð í síðari hluta júlí eða byrjun ágúst. - ktg
Frjókorn fleiri í þurrki og hita
