Vill dýralögreglu sem sérhæfir sig í eftirliti 11. júlí 2012 11:00 Dýraníð í Svíþjóð Fertugur karlmaður í Svíþjóð var handsamaður af dýralögreglunni þar í landi fyrir að hafa fangað villta fugla og geymt þá í kofa við óviðunandi aðstæður.Nordicphotos/AFP „Eftirlit með dýravelferð hér á landi er í mjög lágum gæðaflokki," segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti. „Málarekstur tekur langan tíma, valdhafar beita ekki inngripum og hagsmunatengsl eru mjög rík." Árni samdi umsögn um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fyrir hönd Samtaka lífrænna neytenda. Hann telur að stofna eigi eftirlitsstofnun sem sjái eingöngu um dýravelferð. „Eftirlitið væri betra í höndum dýralögreglu eins og til dæmis í Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum," segir hann. „Sérstakri stofnun sem sérhæfir sig á þessu sviði og er ætíð aðgengileg og með viðbragstíma sem hæfir þegar upp kemst um illa meðferð á dýrum." Kristinn Hugason, deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og formaður nefndarinnar sem kom að gerð frumvarpsins árið 2011, segir hugmyndina um dýralögreglu óraunhæfa. „Þetta er absúrd hugmynd í íslenskum veruleika," segir hann. „Ég bendi bara á þann fjárskort sem er fyrir í allri opinberri starfsemi. Þetta yrði allt of kostnaðarsamt og ég vil skora á fólk að taka á þessu með hófstillingu." Kristinn bendir á að með nýju löggjöfinni verði eftirlitshlutverk Matvælastofnunar bætt og umdæmisfulltrúar ráðnir til stofnunarinnar sem sinni einungis dýravelferðarmálum. Ráðist verði í endurskipulagningu á forðagæslu og búfjáreftirliti og þá verði eftirlitið fært frá sveitarfélögunum yfir til stofnunarinnar. - sv Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
„Eftirlit með dýravelferð hér á landi er í mjög lágum gæðaflokki," segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti. „Málarekstur tekur langan tíma, valdhafar beita ekki inngripum og hagsmunatengsl eru mjög rík." Árni samdi umsögn um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fyrir hönd Samtaka lífrænna neytenda. Hann telur að stofna eigi eftirlitsstofnun sem sjái eingöngu um dýravelferð. „Eftirlitið væri betra í höndum dýralögreglu eins og til dæmis í Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum," segir hann. „Sérstakri stofnun sem sérhæfir sig á þessu sviði og er ætíð aðgengileg og með viðbragstíma sem hæfir þegar upp kemst um illa meðferð á dýrum." Kristinn Hugason, deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og formaður nefndarinnar sem kom að gerð frumvarpsins árið 2011, segir hugmyndina um dýralögreglu óraunhæfa. „Þetta er absúrd hugmynd í íslenskum veruleika," segir hann. „Ég bendi bara á þann fjárskort sem er fyrir í allri opinberri starfsemi. Þetta yrði allt of kostnaðarsamt og ég vil skora á fólk að taka á þessu með hófstillingu." Kristinn bendir á að með nýju löggjöfinni verði eftirlitshlutverk Matvælastofnunar bætt og umdæmisfulltrúar ráðnir til stofnunarinnar sem sinni einungis dýravelferðarmálum. Ráðist verði í endurskipulagningu á forðagæslu og búfjáreftirliti og þá verði eftirlitið fært frá sveitarfélögunum yfir til stofnunarinnar. - sv
Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira