Skolp rennur úr yfirfalli fyrir regnvatn 11. júlí 2012 05:30 Yfirfallsrörið Úr þessu röri rennur skolp með regnvatni beint í Arnarneslækinn. Nokkrum metrum ofar er göngubrú yfir lækinn og börn oft að leik í eða við lækinn.fréttablaðið/valli Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira