Íslenskur salatbóndi leiðbeinir Kínverjum 12. júlí 2012 07:30 Hafberg Þórisson og Liu Yi Hua Hafberg ræddi við stóreignamanninn og fjárfestinn Liu Yi Hua í Giyjong um hátæknigróðurhús Hafbergs í Reykjavík sem fyrirmynd við uppbyggingu grænmetisræktunar með auknum afköstum og gæðum í Kína. Mynd/Úr einkasafni „Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel," segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína heimsótti Lambhaga í maí. Áður höfðu tvær kínverskar sendinefndir heimsótt Hafberg og gróðrarstöðina hans sem þekkt er fyrir Lambhagasalat. Kínverjarnir buðu Hafberg til heimalands síns og þaðan kom hann í síðustu viku eftir rúmlega viku dvöl, fyrst og fremst í Giyjong-héraði. „Þar sýndu þeir okkur hvað þeir eru búnir að gera, hvað þá langar til að gera og hvað er á döfinni," segir Hafberg og útskýrir að þótt Kínverjar séu óhemjugóðir og tæknilega fullkomnir í ræktun hrísgrjóna séu aðferðir þeirra í grænmetisrækt ef til vill ekki nógu afkastamiklar og stundum skorti á gæði. „Nú vilja þeir afkastameiri aðferðir og það er mikill hugur í þeim," segir Hafberg sem átti góðar viðræður við héraðsstjórnina í Giyjong, þar sem stærsta borgin telur 6,5 milljónir íbúa. „Þeir eru mjög velviljaðir því að það sé farið af stað með alvöru verkefni og að það verði gert á sama hátt og hérna hjá mér," segir Hafberg. Kínverjarnir hafi aðallega verið að hugsa um salat. „En ég benti þeim líka á að það er svo margt, margt annað sem þeir geta gert." Hafberg segir heimsóknina hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Þeir eru agaðir og mjög umhugað að gera góða hluti, ekki bara í garðyrkju. Vegir og allir innviðir bera vitni um ofboðslegan metnað. Það kom mér mjög á óvart hversu vel hlutunum er stjórnað á þessu svæði," segir garðyrkjubóndinn. Sjálfur er Hafberg einmitt um þessar mundir að betrumbæta eigin framleiðslustöð í Lambhaga. Þar á hann í samvinnu við danska fyrirtækið Danish Greenhouse Supply sem hann kveður það stærsta í Evrópu í framleiðslu tæknibúnaðar í gróðurhús. Danska fyrirtækið taki þátt í verkefninu í Kína og hluti tæknibúnaðarins sé þróaður í Lambhaga þar sem salat er ræktað í lokuðu rými með flugnanetum og tölvustýrðri vatnskælingu. „Það er það sem þeir eru að leita að; að geta stjórnað framleiðslunni til að fá ákveðið magn og gæði á hvern fermetra," segir Hafberg sem á standandi boð um að koma sjálfur til starfa ytra. „Ég er í ágætum málum hérna heima og er ekkert að leita mér að vinnu og benti þeim á að það er til fullt af fólki sem er betra en ég. En ég bauð þeim að vera á hliðarlínunni." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel," segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína heimsótti Lambhaga í maí. Áður höfðu tvær kínverskar sendinefndir heimsótt Hafberg og gróðrarstöðina hans sem þekkt er fyrir Lambhagasalat. Kínverjarnir buðu Hafberg til heimalands síns og þaðan kom hann í síðustu viku eftir rúmlega viku dvöl, fyrst og fremst í Giyjong-héraði. „Þar sýndu þeir okkur hvað þeir eru búnir að gera, hvað þá langar til að gera og hvað er á döfinni," segir Hafberg og útskýrir að þótt Kínverjar séu óhemjugóðir og tæknilega fullkomnir í ræktun hrísgrjóna séu aðferðir þeirra í grænmetisrækt ef til vill ekki nógu afkastamiklar og stundum skorti á gæði. „Nú vilja þeir afkastameiri aðferðir og það er mikill hugur í þeim," segir Hafberg sem átti góðar viðræður við héraðsstjórnina í Giyjong, þar sem stærsta borgin telur 6,5 milljónir íbúa. „Þeir eru mjög velviljaðir því að það sé farið af stað með alvöru verkefni og að það verði gert á sama hátt og hérna hjá mér," segir Hafberg. Kínverjarnir hafi aðallega verið að hugsa um salat. „En ég benti þeim líka á að það er svo margt, margt annað sem þeir geta gert." Hafberg segir heimsóknina hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Þeir eru agaðir og mjög umhugað að gera góða hluti, ekki bara í garðyrkju. Vegir og allir innviðir bera vitni um ofboðslegan metnað. Það kom mér mjög á óvart hversu vel hlutunum er stjórnað á þessu svæði," segir garðyrkjubóndinn. Sjálfur er Hafberg einmitt um þessar mundir að betrumbæta eigin framleiðslustöð í Lambhaga. Þar á hann í samvinnu við danska fyrirtækið Danish Greenhouse Supply sem hann kveður það stærsta í Evrópu í framleiðslu tæknibúnaðar í gróðurhús. Danska fyrirtækið taki þátt í verkefninu í Kína og hluti tæknibúnaðarins sé þróaður í Lambhaga þar sem salat er ræktað í lokuðu rými með flugnanetum og tölvustýrðri vatnskælingu. „Það er það sem þeir eru að leita að; að geta stjórnað framleiðslunni til að fá ákveðið magn og gæði á hvern fermetra," segir Hafberg sem á standandi boð um að koma sjálfur til starfa ytra. „Ég er í ágætum málum hérna heima og er ekkert að leita mér að vinnu og benti þeim á að það er til fullt af fólki sem er betra en ég. En ég bauð þeim að vera á hliðarlínunni." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira