Vilja fá að framleiða ógerilsneydda osta 13. júlí 2012 06:30 Í fjósinu Bændur sem fullvinna og selja eigin afurðir vilja fá heimild til að framleiða osta úr ógerilsneyddri mjólk. Myndin af þessum fallegu gripum tengist efni fréttarinnar ekki beint. Fréttablaðið/Stefán Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Beint frá býli, félag bænda sem stunda sjálfstæða sölu eigin afurða, hefur óskað formlega eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að framleiðsla osta úr ógerilsneyddri mjólk verði heimiluð í takmörkuðu magni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni er fólki nú leyfilegt, samkvæmt nýrri reglugerð, að flytja með sér til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk. Hins vegar er enn í gildi bann við innlendri framleiðslu afurða úr slíkri mjólk. „Það skýtur skökku við ef menn leyfa innflutning og maður spyr sig þá hvort erlenda ógerilsneydda mjólkin sé öruggari en sú innlenda," segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, í samtali við Fréttablaðið og bætir því við að fátt bendi til þess að innlenda mjólkin sé hættuleg. „Ég veit ekki til þess að það séu nokkuð meiri afföll á sveitafólki sem drekkur mjólkina sína en þéttbýlisfólki sem drekkur gerilsneydda mjólk. Það er ekki landlægur bráðadauði hjá þeim." Guðmundur segir málið ekki snúast um að fjöldi bænda hyggist fara út í framleiðslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk. Um réttlætismál sé að ræða. „Okkur finnst eðlilegt að fá að sitja við sama borð og hinir. Fyrst búið er að leyfa innflutninginn, er í mínum huga því ekki spurning um hvort þetta verður leyft heldur hvenær. Í nútímaþjóðfélagi eru hlutirnir ekki gerðir svona." Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, segir aðspurður um stöðu þessara mála að þau séu einmitt til umræðu í ráðuneytinu þessa dagana. „Það væri hægt að færa rök fyrir því að leyfa framleiðslu á þess konar ostum, en þá yrði gerður greinarmunur á sölu á almennum markaði annars vegar og þessum minni einingum hins vegar," segir Steingrímur. „Það yrði þó að stíga varlega til jarðar vegna heilbrigðissjónarmiða. Fljótt á litið gæti þetta þó komið til greina, enda væri neytendum þá gerð skýr grein fyrir innihaldi vörunnar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira