Þegar Hótel Ísland brann Guðfinna Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. Sem krakki hafði ég aldrei þorað að fara inn í Veltusundið, hvað þá Vallarstrætið. Mér fannst þau dimm, köld og illa lyktandi. En einhvern veginn var eins og allt hefði breyst, allt var bjartara og opnara. Og nú fyrst sá ég fallega rauða húsið „Hótel Vík", hús sem ég hafði einhverra hluta vegna ekki komið auga á í skugga sundsins. Í sumar hefur mannlífið í borginni verið með litríkasta og skemmtilegasta móti. Á Ingólfstorgi hafa vegfarendur getað notið blíðunnar, sest niður og pantað sér kaffibolla. Allt opið og bjart. En fallega rauða húsið man fífil sinn fegurri og nú er umhverfi þess í uppnámi. Afleit er sú hugmynd að byggja hús á Ingólfstorgi og endurvekja þröng sund og loka Hótel Vík inni á ný. Látum ekki skugga, kulda, myrkur og umferðarteppu einkenna dýrmætasta svæði Reykjavíkurborgar. Stöndum saman um að finna farsæla lausn fyrir alla og að svæðið sem markast af Austurvelli, Fógetagarði og Ingólfstorgi fái að vera opið, bjart og fallegt með gömlum húsum sem segja öll sína sögu. Safnað er undirskriftum á www.ekkihotel.is gegn því að rauða fallega húsið verði ofurliði borið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. Sem krakki hafði ég aldrei þorað að fara inn í Veltusundið, hvað þá Vallarstrætið. Mér fannst þau dimm, köld og illa lyktandi. En einhvern veginn var eins og allt hefði breyst, allt var bjartara og opnara. Og nú fyrst sá ég fallega rauða húsið „Hótel Vík", hús sem ég hafði einhverra hluta vegna ekki komið auga á í skugga sundsins. Í sumar hefur mannlífið í borginni verið með litríkasta og skemmtilegasta móti. Á Ingólfstorgi hafa vegfarendur getað notið blíðunnar, sest niður og pantað sér kaffibolla. Allt opið og bjart. En fallega rauða húsið man fífil sinn fegurri og nú er umhverfi þess í uppnámi. Afleit er sú hugmynd að byggja hús á Ingólfstorgi og endurvekja þröng sund og loka Hótel Vík inni á ný. Látum ekki skugga, kulda, myrkur og umferðarteppu einkenna dýrmætasta svæði Reykjavíkurborgar. Stöndum saman um að finna farsæla lausn fyrir alla og að svæðið sem markast af Austurvelli, Fógetagarði og Ingólfstorgi fái að vera opið, bjart og fallegt með gömlum húsum sem segja öll sína sögu. Safnað er undirskriftum á www.ekkihotel.is gegn því að rauða fallega húsið verði ofurliði borið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun